Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Íþróttir og líkamsímynd

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Margir tengja grannt eða vöðvastælt útlit við árangur en varast skyldi að leggja þetta að jöfnu. Margt íþróttafólk finnur fyrir pressu til að vera í ákveðinni líkamsþyngd eða uppfylla ákveðnar útlitskröfur. Neikvæð líkamsímynd getur ýtt undir hegðun sem setur heilsu og farsælan feril í hættu. Skyndilegt þyngdartap íþróttamanns getur bætt árangur í stuttan tíma. Áhættan sem fylgir því getur reynst dýrkeypt meðal annars með auknum líkum á meiðslum, ofþjálfun, óeðlilegri matarhegðun og tapi á styrk.

Agi, staðfesta, metnaður og skipulagshæfni eru mikilvægir eiginleikar þegar kemur að því að ná árangri í íþróttum. Þegar kröfur um útlit og líkamsvöxt bætast við árangurstengd markmið í íþróttum er sú hætta fyrir hendi að metnaðurinn fari fram úr hófi. Staðalímyndir og hugmyndir um að tiltekinn líkamsvöxtur sé vænlegastur til árangurs geta aukið líkur á að einstaklingurinn þrói með sér átraskanir eða óheilbrigt samband við mat.

Miklar sveiflur í líkamsþyngd eru óæskilegar með tilliti til heilsu og árangurs. Líkamsbygging ætti í öllum tilfellum að styðja við heilsu íþróttafólks allt árið um kring. Auk árangurs í íþróttum ætti það að vera markmið þeirra sem koma að þjálfun íþróttafólks að stuðla að heilbrigðri líkamsímynd og almennri vellíðan. Hegðun hefur mest áhrif á lífsgæði og líðan að erfðum undanskildum. Hér getur þú tekið prófið, séð hver staðan er og hvernig þú getur bætt þig.

Hegðun hefur mest áhrif á lífsgæði og líðan að erfðum undanskildum. Sjáðu hvernig staðan er hjá þér.

Smelltu hér til að meta heilsuhegðun þína