Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Ungbarnablanda

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Ungbarnablanda er ýmist keypt tilbúin eða gerð heima úr þurrmjólkurdufti sérstaklega ætluð ungbörnum. Blöndurnar eru mismunandi fyrir ólíkan aldur og því þarf að lesa vel utan á umbúðir. Ef notað er þurrmjólkurduft skiptir miklu máli að fylgja leiðbeiningum á umbúðum nákvæmlega. Of sterk eða of veik blanda getur skaðað barnið. Það þarf að nota réttar mæliskeiðar og þær eiga að vera sléttfullar. Mæla á nákvæmlega magn af dufti og vatni í samræmi við leiðbeiningar á pakka og útbúa aðeins eina máltíð í einu.

Blöndun þurrmjólkur

Kalt vatn úr krananum er notað til blöndunar á þurrmjólk. Ávallt skal nota soðið vatn fyrir hverja blöndu (>70°C) eða vatn sem búið er að sjóða og kæla, en þá er mikilvægt að það hafi ekki mengast.

Hellið réttu magni af soðnu vatni í pelann, sléttfyllið jafnmargar skeiðar og hæfir vatnsmagninu í pelanum. Hristið pelann vel og athugið hitastig. Það er mjög mikilvægt að blanda rétt og nota mæliskeiðarnar sem fylgja dósinni.

Gætið fyllsta hreinlætis við blöndun til að koma í veg fyrir mengun. Handþvottur er mikilvægur. Gætið þess að mæliskeiðin sé hrein. 

Hitastig ungbarnablöndu

Ungbarnablanda þarf að vera ylvolg við gjöf og er mikilvægt að láta fáeina dropa af mjólk á handlegginn til að kanna hvort hitastigið sé hæfilegt.

Best er að hita ungbarnablöndu í volgu vatnsbaði. Ef hún er hituð í örbylgjuofni þá hitnar mjólkin meira en pelinn sem getur verið varasamt. Einnig skemmast mikilvæg næringarefni í mjólkinni ef hún er ofhituð á þennan hátt. 

Sýna þarf varkárni, hrista pelann og prófa hitastigið áður en barnið fær að totta pelann.

Geymsla ungbarnablöndu

Best er að blanda þurrmjólk jafnóðum fyrir hverja máltíð til að tryggja ferskleika, sérstaklega þegar barnið er mjög ungt. Mæla á nákvæmlega magn af dufti og vatni í samræmi við leiðbeiningar á pakka og útbúa aðeins eina máltíð í einu. 

Mjólkurleifar sem hafa staðið lengi við stofuhita á alls ekki að gefa barninu. Eftir 1-2 klst í stofuhita myndast kjöraðstæður fyrir bakteríur til að fjölga sér. Ef barnið klárar ekki úr pelanum á að henda afganginum.  

Magn ungbarnablöndu eftir þyngd.

Farsæl pelagjöf.