Pelagjöf og magn mjólkur

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Áætlað magn mjólkur á sólarhring er miðað við þyngd barna. Þörfin er áætluð 160-180 millilítrar á kíló á sólarhring. Magn mjólkur í pela fer eftir aldri, þyngd og hversu oft barnið drekkur. Ungbarnblöndur eru D-vítamínbættar. Því þurfa börn sem fá meira en 800 ml af ungbarnablöndu á sólarhring ekki aukaskammt af D-vítamíni.

Hér er hægt að sjá magn mjólkur miðað við þyngd barns

   4,0 kg   

   640-720 ml á sólarhring
   (t.d. 80-90 ml í pela í átta skipti)  
4,5 kg    720-810 ml á sólarhring 
5,0 kg    800-900 ml á sólarhring - þarf ekki auka D-vítamín
5,5 kg    880-990 ml á sólarhring - þarf ekki auka D-vítamín
6,0 kg    960-1080 ml á sólarhring - þarf ekki auka D-vítamín

Þegar neysla ungbarnablöndu fer undir 800 ml á sólarhring þarf að byrja aftur að gefa D-vítamín samkvæmt ráðleggingum.

Hér finnur þú leiðbeiningar um hreinsun pela og snuðs.

Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.