Á ferðalögum getur verið gagnlegt að hafa meðferðis lyf sem geta hjálpað ef veikindi eða óhöpp verða.
Það er einstaklingsbundið hvaða lyf eru í ferðaapótekinu. Hver og einn þarf að meta það út frá heilsufari og persónulegum þörfum.
Ráðlagt er að hafa öll lyf í handfarangri og í upprunarlegri pakkningu. Þannig er hægt að gera grein fyrir því hvaða lyf eru meðferðis og sé lyfið lyfseðilsskylt er þá hægt að sýna fram á lyfið sé fengið með löglegum hætti. Fylgiseðla lyfja má finna á Sérlyfjaskrá en einnig gæti verð gott að taka fylgiseðil lyfs með.
Hér er hugmynd að litlu ferðaapóteki
- Verkjastillandi- og hitalækkandi lyf
- Bólgueyðandi lyf (ef óhætt er fyrir þig að nota þau)
- Lyf gegn ferðaveiki (bíl-, sjó- eða hreyfiveiki)
- Ofnæmistöflur bæði fyrir þá sem hafa ofnæmi og aðra, ef óvænt viðbrögð koma upp
- Augndropar, ýmist vegna ofnæmiseinkenna eða þurrks
- Hálstöflur við þurrki og óþægindum í hálsi
- Nefúði/ dropar til að draga úr óþægindum í flugtaki og lendingu
- Freyðitöflur til að endurheimta vökva- og saltbúskap líkamans. Gagnlegt eftir:
- Niðurgang - hjá börnum - hjá fullorðnum
- Uppköst
- Sólsting
- Svitatap
- Hita - hjá börnum - hjá fullorðnum
- Lyf við hægðatregðu - hjá börnum - hjá fullorðnum
- Lyf til að stöðva niðurgang fyrir flug ef nauðsynlegt
- Krem til að nota við skordýrabiti
Gagnlegar upplýsingar um lyf á ferðalögum.