Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Gildi hreyfingar - meðganga

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Regluleg hreyfing bæði verndar gegn ýmsum andlegum og líkamlegum kvillum og bætir líðan. Hreyfing er hluti af heilbrigðu líferni og því ættu allar konur að hreyfa sig reglulega á meðgöngu. Regluleg hreyfing við hæfi hefur jákvæð áhrif fyrir móður og barn á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu og margt bendir til þess að hún dragi úr ýmsum fylgikvillum meðgöngu:

  • Bætir blóðflæði og súrefnisflutning hjá verðandi móður og til barnsins
  • Bætir hitastjórnun líkamans
  • Viðheldur eða eykur orku/dregur úr þreytu
  • Kemur í veg fyrir bakverki/dregur úr bakverkjum
  • Kemur í veg fyrir hægðatregðu/bætir hægðatregðu
  • Minnkar líkur á æðahnútum/dregur úr æðahnútum 
  • Minnkar líkur á bjúgsöfnun/dregur úr bjúgsöfnun
  • Minnkar líkur á streitu/dregur úr streitu
  • Minnkar líkur á kvíða/dregur úr kvíða
  • Minnkar líkur á þunglyndi/dregur úr þunglyndi
  • Bætir svefn 
  • Konur í góðri þjálfun þola betur það líkamlega álag sem fylgir fæðingunni
  • Börnin njóta líka góðs af og er talið að þau geti m.a. þolað fæðinguna betur

Ljósmóðir í síma 513-1700 alla virka daga milli 10-12