Hreinlæti kynfæra karla

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Hreinlæti er mikilvægt þegar kemur að kynfærum eins og öðrum stöðum líkamans.

  • Þvoðu liminn daglega með vatni ekki nota sápu.
  • Brettu forhúðina upp og þvoðu varlega undir henni. Þar eiga til að safnast óhreinindi sem verða gróðrarstía fyrir bakteríur sem geta lyktað illa og valdið roða, bólgum og óþægindum.
  • Ekki nota ilmefni, talkum eða annað slíkt á liminn. Það er óþarfi og getur valdið óþægindum.
  • Mundu eftir að þvo punginn og svæðið á milli pungs og endaþarms. Ef þú notar sápu á þetta svæði hafðu hana þá milda, án lyktarefna og notaðu hana í hófi.
  • Notaðu tækifærið og lærðu að þekkja hvernig eistun þín eru í laginu. Fylgstu vel með þeim reglulega. Sjá leiðbeiningar um það hér.
Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.