Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Sjálfsskoðun á eistum

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Kabbamein í eistum er ekki algengur sjúkdómur en er algengasta krabbameinið í aldursflokknum 25 til 39 ára. Lífslíkur þeirra sem greinast með krabbamein í eistum eru mjög góðar en 98% eru á lífi 5 árum eftir greiningu. Finnist æxlið snemma eru minni líkur á að meinið hafi dreift sér til annarra líffæra. Því er körlum ráðlagt að venja sig á að skoða eistun mánaðarlega. Læra að þekkja hvernig þau eru viðkomu og þá er auðveldara að greina ef eitthvað er öðruvísi en það er vant að vera. Fyrirferð í eista, bólga eða verkur geta líka verið algerlega saklaus. Verkur í eista er til dæmis oftast merki um sýkingu sem lækna má með lyfjum.

Hvernig er sjálfsskoðun framkvæmd?

  • Skoðaðu eistun í hverjum mánuði eftir sturtu eða bað.
  • Haltu báðum höndum um annað eistað og taktu eftir stærð og þyngd eistans.
  • Rúllaðu þumlunum og fingrunum eftir eistanu.
  • Leitaðu eftir hnútum á eistanu sem eru yfirleitt litlir, eins og baun, hneta eða hrísgrjón. Taktu þó eftir að ofan á hvoru eista er þykkildi, þetta eru eistnalyppurnar sem þroska sáðfrumurnar.
  • Leitaðu einnig eftir breytingu á stærð eistnanna frá síðustu skoðun. Hafðu þó í huga að annað eistað, oftast hægra eistað, getur verið aðeins stærra en hitt og er það eðlilegt.
  • Ef þú finnur bólgu, hnút eða breytingu á stærð eistanna sem ekki gengur til baka á innan við þremur vikum er ráðlegt að panta tíma hjá heimilislækni eða ráðfæra sig við hjúkrunarfræðinginn.
  • Ef þú finnur verki i eistunum ættir þú að leita til heimilislæknis.
  • Þó að þú finnir hnút í eistunum eða óþægindi þarf ekki að vera um krabbamein að ræða. Læknir þarf að skera úr um það.
  • Mundu að æfingin skapar meistarann og því oftar sem þú gerir eistnaskoðun því flinkari verður þú í henni og lærir að þekkja eistun þín.

Á vef Krabbameinsfélagsins er að finna ítarlegar upplýsingar um eistnakrabbamein.