Réttindi við veikindi

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Við skyndileg veikindi getur einstaklingur þurft að kynna sér réttindi til framfærslu, sérstaklega ef veikindi dragast á langin. Munur getur verið á réttindum eftir hvort einstaklingur er á almennum vinnumarkaði, er í námi, sjálfstæður atvinnurekandi eða utan vinnumarkaðar.

Ferli framfærsluréttinda í veikindum á vinnumarkaði

Mikilvægt er að segja ekki upp vinnu í veikindum

1.Veikindaréttur hjá vinnuveitanda: Byrja á að klára að veikindarétt hjá vinnuveitanda. Kanna réttarstöðu hjá launafulltrúa eða mannauðsstjóra.

  • Gögn sem þarf að skila: Atvinnurekandavottorð frá lækni.

2.Veikindaréttur hjá stéttarfélagi og Sjúkratryggingum Íslands: Þegar veikindarétti lýkur hjá vinnuveitanda er næsta skref að leita til stéttarfélags og sækja um sjúkradagpeninga. Mismunandi réttur er eftir stéttarfélögum – kanna þarf sinn rétt hjá sínu stéttarfélagi. Samtímis er einnig hægt að sækja um sjúkradagpeninga hjá Sjúkratryggingum Íslands – www.sjukra.is

  • Mögulegt getur verið fyrir maka sjúklings að sækja um greiðslur frá sínum sjúkrasjóði ef maki er frá vinnu vegna alvarlegra veikinda.
  • Vottorð: Læknisvottorð þar sem staðfest eru veikindi sjúklings
  • Gögn sem þarf að skila: Sjúkradagpeningavottorð. Það þarf að gæta þess að setja dagsetningu fram í tímann ef hægt er, annars gildir vottorðið bara í mánuð.

3. Endurhæfingarlífeyrir/Örorka:

Skiptist í réttindi hjá annars vegar Tryggingastofnun ríkisins (TR) og hins vegar hjá Almennum lífeyrissjóðum (Örorkulífeyrir, séreignalífeyrissparnaður, sjúkdómatryggingar). Kanna rétt sinn hjá TR og sínum lífeyrissjóðum/tryggingafélögum – www.tr.is, lífeyrissjóðir og tryggingafélög.

Hægt er að fá endurhæfingalífeyri í allt að 5 ár en byrjað er á 12-18 mánuðum og síðan endurmetið hvort þörf er á áframhaldandi endurhæfingu eða endurhæfing sé raunhæf.

Yfirleitt þarf endurhæfing að vera fullreynd áður en hægt er að sækja um örorkulífeyri.

Ferli framfærsluréttinda í veikindum utan vinnumarkaðar

1. Veikindaréttur hjá stéttarfélagi og Sjúkratryggingum Íslands: Ef greitt hefur verið í stéttarfélag af atvinnuleysisbótum getur viðkomandi átt rétt til sjúkradagpeninga hjá sínu stéttafélagi. Mismunandi réttur er eftir stéttarfélögum – kanna þarf sinn rétt hjá sínu stéttarfélagi. Samtímis er hægt að sækja um sjúkradagpeninga hjá Sjúkratryggingum Íslands – www.sjukra.is

  • Mögulegt getur verið fyrir maka sjúklings að sækja um greiðslur frá sínum sjúkrasjóði ef makinn er frá vinnu vegna veikindanna.
  • Gögn sem þarf að skila: Sjúkradagpeningavottorð frá lækni. Það þarf að gæta þess að setja dagsetningu fram í tímann ef hægt er, annars gildir vottorðið bara í mánuð. 

2. Örorku/endurhæfingarlífeyrir: Skiptist í réttindi hjá annars vegar Tryggingastofnun ríkisins (TR) og hins vegar hjá Almennum lífeyrissjóðum (Örorkulífeyrir, séreignalífeyrissparnaður, sjúkdómatryggingar). Kanna rétt sinn hjá TR og sínum lífeyrissjóðum/tryggingafélögum – www.tr.is, lífeyrissjóðir og tryggingafélög.

Hægt er að fá endurhæfingalífeyri í allt að 5 ár en byrjað er á 12-18 mánuðum og síðan endurmetið hvort þörf er á áframhaldandi endurhæfingu eða endurhæfing sé raunhæf. 
Yfirleitt þarf endurhæfing að vera fullreynd áður en hægt er að sækja um örorkulífeyri.

3: Félagsþjónusta sveitafélaga: Þegar réttindi eru fullnýtt eða ekki til staðar. Kanna rétt á fjárhagsaðstoð og  þjónustu í heimahúsi sem gæti komið að gagni, eins og til dæmis aðstoð við þrif, innkaup og fleira. Fá viðtal hjá félagsráðgjafa á þjónustumiðstöð í sínu hverfi/bæ.

Athugið að sækja þarf um flest þau félagslegu réttindi sem nefnd hafa verið hér að framan

Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.