Skimun fyrir krabbameinum

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Með skipulagðri leit eða skimun er hægt að finna krabbamein í leghálsi, brjóstum, ristli og endaþarmi á frumstigi áður en einkenna verður vart.  Ef krabbamein finnst á byrjunarstigi eru batahorfur oftast betri.

Hér á landi er skimað fyrir leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini hjá konum.

Inn á þjónustuvefsjá Heilsuveru má sjá hvernig fyrirkomulagið er á skimuninni um allt land. Við hvetjum konur til að kynna sér það vel og bregðast jákvætt við boði um skimun.

Skipulagðri skimun fyrir ristil- og endaþarmskrabbameini hefur ekki enn verið komið á hérlendis eins og í sumum öðrum löndum. Slík skimun byggist yfirleitt á leit að duldu blóði í hægðasýnum og ristilspeglun ef sýnið er jákvætt. Hægt er að óska eftir slíkri rannsókn hjá heimilislækni.

Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.