Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Hreinsa eyrnamerg

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Eyrun framleiða eyrnamerg til þess að vernda eyrnagöngin frá óhreinindum. Mikil myndun eyrnamergs getur þó valdið vandræðum. Ef hlustin lokast vegna eyrnamergs þá getur það valdið minnkun á heyrn eða tímabundnu heyrnaleysi þar sem hljóðbylgjurnar komast ekki lengur að hljóðhimnunni. 

Sumir mynda harðann eyrnamerg sem getur þá valdið sársauka þar sem hann þrýstir á hlustina. Hlustin deilir taugum með kokinu og því getur þetta valdið ertingu og/eða hósta í kokinu.

Einkenni uppsafnaðs eyrnamergs

Orsök

 • Bólga í ytra eyra  
 • Fyrri saga um aðgerð á eyra  
 • Húðvandamál í eða við eyra  
 • Mikill hárvöxtur í eyra
 • Notkun eyrnapinna eða annað sem sett er inn í eyru
 • Notkun heyrnatækja
 • Sár í eyrnagöngum
 • Þröng eyrnagöng

Börn eru líklegri til að fá upphleðslu eyrnamergs í eyra þar sem eyrnagöng eru minni og þrengri en hjá fullorðnum einstaklinum.

Meðferð

 • Eyrnaskolun. Ráðlagt er að nota eyrnadropa í eyrað í 3-5 daga áður en eyrnaskolun á heilsugæslustöð er reynd. 

Fylgikvillar

 • Sýking í ytra eyra (otitis externa) 
 • Tímabundin heyrnarskerðing 

Hvað get ég gert?

Lang oftast hreinsa eyrun eyrnamerginn út sjálfkrafa. Ef ekki er hægt að:

 • Nota eyrnadropa eða olíur sem leysa upp eyrnamerg. Hægt er að kaupa dropa í apóteki. Gott er að nota dropa í 3-5 daga og allt að fimm sinnum á dag. Oft dettur eyrnamergurinn þá sjálfur út en annars er hægt að skola eyrað með sturtuhaus.
 • Gott er að setja dropa í eyrun þegar einstaklingur er liggjandi, þá dreifist olían.
 • Skipta um sápur og hárvörur ef kláði og óþægindi eru í eyra.
 • Ekki er ráðlagt að nota dropa í eyru ef áverki er á eyra eða ef hljóðhimnan er sprungin.

Hvenær skal leita aðstoðar?

Leitaðu til heilsugæslunnar ef: 

 • Bólga er í kringum eyra 
 • Ef eitt af ofangreindum einkennum eru í báðum eyrum 
 • Einkenni eru ekki batnandi eftir fimm daga meðferð með eyrnardropum
 • Mikill verkur í eyra og búið að taka verkjalyf og reyna dropa í eyra 

Finna næstu heilsugæslu hér