Sveppasýking í tánöglum er ekki alvarleg en það getur tekið tíma að meðhöndla sýkinguna.
Einkenni
- Litabreyting í nöglum
- Neglur brotna
- Þykkari neglur
Orsakir
Sveppasýking í nöglum getur orsakast af ýmsum sveppategundum
Líkur á sveppasýkingu í nöglum aukast ef:
- Fólk er löngum stundum í skóm og fætur eru sveittir og heitir
- Fólk er yfir 40 ára. Neglur vaxa hægar hjá eldra fólki og neglur verða veikari
- Fólk gengur berfætt á rökum almennum stöðum til dæmis í sturtuklefum
- Gervineglur eru til staðar eða neglur eru stöðugt með naglalakk
- Hiti og raki er á fótum í lengri tíma
- Hreinlæti er ekki nægilegt
- Sprungur eru á nöglum til dæmis eftir þrönga skó
- Sykursýki, skert blóðflæði eða skert ónæmiskerfi er til staðar
Greining
- Skoðun á útliti nagla
- Naglasýni er stundum sent í ræktun til að staðfesta hvaða sveppur er að orsaka sýkingu. Það getur átt við fyrir töflumeðferð.
Sveppasýking greinist oftast í tánöglum en getur einnig komið fram í fingrum.
Meðferð
- Hægt er að kaupa smyrsl í apótekum sem borið er á sýktar neglur
- Ráðlagt er að stytta neglur eins og hægt er, þjala niður reglulega og bera smyrsl samkvæmt leiðbeiningum. Oftast daglega.
- Í sumum tilfellum er gefin töflumeðferð ef hefðbundin meðferð frá apóteki virkar ekki.Læknir þarf að skrifa upp á Töflumeðferð getur fylgt aukaverkanir, þar á meðal: höfuðverkur, kláðaútbrot, kviðverkur, ógleði og niðurgangur.
Meðferð getur tekið nokkrar vikur upp í nokkra mánuði, jafnvel ár.
Sýkingin læknast þegar heilbrigð nögl byrjar að vaxa aftur við rótina.
Hvað get ég gert?
- Halda nöglunum stuttum
- Halda fótunum hreinum og þurrum
- Nota hreina sokka á hverjum degi
- Nota opna inniskó í sturtu, í ræktinni eða sundlauginni
- Nota skó sem passa vel og eru ekki með háum hælum eða þröngum tám
- Henda gömlum skóm
Viðeigandi ráð eru einnig notuð til að fyrirbyggja naglasvepp.
Hvenær skal leita aðstoðar?
Leita til heilsugæslu ef:
- Bólga eða verkur við nöglina
- Sýking versnar þrátt fyrir meðferð
- Sýking hefur breiðst út í aðrar neglur
- Sykursýki er til staðar
- Ónæmiskerfi er veiklað