Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Sjálfsvígstilraun

Kaflar
Útgáfudagur

Ef þú eða einhver nákominn þér hefur gert sjálfsvígstilraun er mikilvægt að leita aðstoðar á sjúkrahús strax.

Í neyð hringja í 1-1-2. 

Ef ekki er sjúkrahús í nágrenni þá má leita til: 

  • Næstu heilbrigðisstofnunar eða heilsugæslu
  • Hringja í Hjálparsíma Rauða Krossins s.1717
  • Hringja í Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar í síma 1700

Á sjúkrahúsi/heilbrigðisstofnun fær viðkomandi mat út frá líkamlegum þáttum og fær viðeigandi þjónustu. Að því loknu er gert geðmat og fundin viðeigandi úrræði og stuðningur.  

Að takast á við líðan eftir sjálfsvígstilraun

Margir takast á við krefjandi tilfinningar eftir sjálfsvígstilraun. Sumir upplifa skömm, reiði og vonbrigði. Oft fylgir líka andleg og líkamleg örmögnun vegna reynslunnar á bráðamóttökunni og á sjúkrahúsinu og vegna viðbragða þeirra sem standa í kring. Tilfinningar eins og kvíði geta fylgt því að horfast í augu við lífið eftir tilraun. Mikilvægt er að muna að það er alltaf hægt er að leita sér aðstoðar fagfólks á heilsugæslu og sjúkrahúsum. Einnig má leita aðstoðar hjá félagasamtökunum:

Áttu ástvin sem hefur gert sjálfsvígstilraun?

Það er mikið áfall ef ástvinur gerir tilraun til sjálfsvígs og í kjölfarið upplifa aðstandendur hræðslu, afneitun og reiði. Þeir vilja vera öruggir um að slíkt muni ekki endurtaka sig, þó svo að það sé aldrei hægt að vera fullviss um það.

Það kemur fyrir að fólk kennir sjálfu sér um það sem gerðist. Staðreyndin er sú að ef einhver nákominn þér reynir sjálfsvíg, þá er það ekki þér að kenna. Það eru fleiri sem hafa lent í því sama og þú ert að ganga í gegnum. Oft er gott að tala við einhvern nákominn um upplifunina, einstakling sem hefur lent í svipuðu og leita aðstoðar fagfólks. 

Stuðningur við fólk sem hefur gert sjálfsvígstilraun

Góð tengsl við fjölskyldu/vini er eitt af því sem getur hjálpað viðkomandi út úr sjálfsvígshegðun. Það er mikilvægt að viðkomandi viti að þú ert til staðar og viljir hlusta. 

Margir segjast eiga erfitt með að styðja manneskju sem hefur reynt sjálfsvíg og sérstaklega þungbært að hitta viðkomandi í fyrsta sinn eftir tilraunina. Fólk veit oft ekki hvað þeir eiga að segja og eru sjálfir í uppnámi.

Það sem skiptir mestu máli er að hlusta, veita stuðning og láta vita að þú ert til staðar. Með því að finna „öruggt rými” fyrir samtal sýnir þú að þú metur, þykir vænt um, samþykkir og viljir styðja manneskjuna sem stendur þér nærri.

Samtalið gæti verið verið á þessa leið. „Mér þykir leitt að þér líði svona illa núna. Ég er ánægður með að þú sért enn hér.” Eða „Ég er hér fyrir þig. Mundu að þú getur alltaf talað við mig ef þú vilt.”

Gagnleg ráð fyrir aðstandanda einstaklings sem hefur gert tilraun til sjálfsvígs

  • Fjarlægja hluti sem gætu skaðað viðkomandi úr umhverfi.
  • Fá aðstoð annarra. Ganga úr skugga um að aðrir vinir og fjölskyldumeðlimir styðji einstaklinginn eins mikið og þeir geta.
  • Gæta þess að taka ekki að þér hlutverk læknis eða sálfræðings. Frekar snýst þetta um að viðkomandi leiti sér faglegrar aðstoðar. Þú getur líka leitað hjálpar sjálfur ef þú þarft á stuðningi að halda.
  • Láta vita að þú ert til staðar og talaðu við einstklinginn um það.
  • Til að byrja með er gott að reyna að skilja tilfinningar og sjónarhorn viðkomandi áður en þú ferð í það að finna lausnir með honum. Að leita að lausnum getur komið síðar.
  • Styðja viðkomandi við að þróa raunhæfar áætlanir og lausnir til að takast á við núverandi krísu sé hún til staðar.

Óhjálpleg viðbrögð

Það er mikilvægt að vera vakandi fyrir eigin tilfinningum og viðbrögðum og hafa hugan að því að bregðist ekki við á þann hátt sem gæti gerir samskiptin erfiðari. Eftirfarandi viðbrögð leiða ekki til bata á ástandinu en eru ekki alltaf auðvelt að bæla niður:

  • Dramatísk viðbrögð
  • Gagnrýni
  • Hræðsla
  • Hunsa
  • Láta viðkomandi í friði
  • Ofureinföldun
  • Reiði
  • Segja eitthvað ónærgætið sem lætur einstakling fá samviskubit