Ofkæling

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Ofkæling á sér stað þegar líkamshiti fer niður fyrir 35°C en eðlilegur líkamshiti er um 37°C. Ofkæling er hættulegt ástand sem getur valdið hættulegum einkennum og dregið fólk til dauða en því þarf að leita læknishjálpar sem fyrst.

Einkenni

  • Skjálfti
  • Föl, köld og/eða þurr húð
  • Bláar varir eða húð
  • Óskýrt tal
  • Hæg öndun
  • Þreyta eða skert meðvitund

Einnig geta börn verið

  • Köld viðkomu og húðin rauð
  • Lin
  • Óvenju þögul, þreytt og neita að borða

Orsakir

  • Klæða sig ekki nógu vel í köldu veðri
  • Of löng útivera í kulda
  • Detta út í kalt vatn
  • Vera í köldum, blautum fötum

Hvað get ég gert?

Á meðan beðið er eftir aðstoð:

  • Fara sem fyrst innandyra eða í skjól
  • Fjarlægja blautar flíkur og vefja inn í teppi, svefnpoka eða handklæði. Passa að höfuðið sé líka hulið
  • Drekka heita óáfengadrykki og fá sér sykur, til dæmis ávaxtasafa eða súkkulaði
  • Fylgjast með og halda vakandi, til dæmis með því að tala saman
  • Forðast of mikla hitabreytingu eins og að fara í heitt bað, nota hitapoka eða hitalampa
  • Sleppa því að nudda útlimi og drekka áfengi

Finna næstu heilsugæslu og bráðamóttöku hér.

Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.