Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Húðnetjubólga

Kaflar
Útgáfudagur

Húðnetjubólga (e. Cellulitis) ein tegund bakteríusýkingar í húð. Sýkingin nær ofan í dýpri lög húðarinnar og er því erfiðari viðfangs en margar aðrar húðsýkingar.

Algengustu sýkingavaldar eru bakteríurnar streptókokkar og stafýlókokkar. Þessar bakteríur eru vanalega hluti af eðlilegri bakteríuflóru húðarinnar en valda sýkingu þegar þær komast inn fyrir varnir líkamans. Algengast er að sjá húðnetjubólgu á útlimum líkamans.

Einkenni

  • Bólga
  • Hiti í húð
  • Kláði
  • Roði í húð 
  • Vessi 
  • Verkur

Áhættuþættir

  • Veiklað ónæmiskerfi 
  • Sykursýki 
  • Æðasjúkdómur í útlimum 
  • Hjartasjúkdómar 
  • Bruni 
  • Sár, þar með talin sveppa- eða bakteríusýkingar milli tánna 
  • Aðgerðir 

Greining

  • Húðsýni/strok úr sári
  • Í alvarlegri tilfellum er fengin blóðræktun úr viðkomandi til þess að komast að því um hvaða bakteríu er að ræða.

Meðferð

  • Sýklalyfjameðferð. Oftast er byrjað á töflumeðferð.  
  • Í alvarlegri tilfellum húðnetjubólgu getur verið nauðsynlegt að hefja sýklalyfjameðferð í æð.

Forvarnir

  • Auka blóðflæði líkamans t.d. með reglulegri hreyfingu
  • Borða næringarríka og fjölbreytta fæðu og halda þannig blóðsykri eðlilegum
  • Drekka vel af vökva 
  • Hafa húðina í góðu ástandi. Nota góð rakakrem til þess að hugsa um rakastig húðar og þannig koma í veg fyrir rof á húð
  • Nota skóbúnað í réttri stærð til að forðast sáramyndun
  • Hirða vel um fætur t.d. með því að meðhöndla sveppasýkingar á fótum/tánöglum strax

Hvenær skal leita aðstoðar?

Ef einhverra ofantalinna einkenna eru til staðar ásamt flensulíkum einkennum líkt og háum líkamshita, kulda hrolli eða slappleika er ráðlagt að leita sér læknisaðstoðar samdægurs. 

Finna næstu heilsugæslu hér