Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Blóðtappi í útlægðri bláæð

Kaflar
Útgáfudagur

Blóðtappi í útlægðri bláæð (e. Deep vein thrombosis, DVT) er þegar efni í blóðinu þykkna og mynda massa og hindrar eða lokar fyrir blóðflæði í æðinni.

Blóðtappi í útlægðri bláæð er lang oftast staðsettur í  bláæðum sem liggja í fótum. Blóðtappi getur þó einnig komið fram í bláæðum í handleggjum eða kvið sem dæmi, en það er mun sjaldgæfara. Mikilvægt er að leita til læknis ef grunur leikur á að um útlægan blóðtappa sé að ræða, þar sem slíkt getur verið lífshættulegt ástand. 

Einkenni

 • Bólgnar æðar sem eru harðar eða viðkvæmar viðkomu
 • Bólga í fæti, algengast er að bólgan sé bara í öðrum fætinu
 • Hiti í húðinni kring um verkjaða svæðið
 • Roði eða dekkri húð í kring um verkjaða svæðið, það getur verið erfiðara að sjá slíkt á dekkri húðlit
 • Sársaukafullur verkur í öðrum fætinum (sjaldan sem verkur er í báðum fótum)
 • Verkur sem kemur fram við gang eða þegar staðið er upp.  

Áhættuþættir

 • Bláæðahnútur/ar
 • Eldri en 60 ára
 • Ert inniliggjandi á sjúkrahúsi eða nýleg sjúkrahúslega
 • Ert rúmliggjandi eða langtíma kyrrseta, til dæmis flugferð, bílferð eða lestarferð  
 • Ert ófrísk eða ný búin að eiga barn (síðustu 6 vikur)  
 • Getnaðarvarnapilla eða önnur hormónauppbótar meðferð
 • Fyrri saga um blóðtappa    
 • Ofþurrkur
 • Reykingar
 • Undirliggjandi sjúkdómar til dæmis hjartasjúkdómar eða krabbamein  
 • Yfirþyngd  

Greining

 • Sjúkdómssaga
 • Líkamsskoðun
 • Ómun
 • Myndataka til dæmis sneiðmyndataka eða röntgenmyndataka 

Meðferð

 • Lyfjameðferð
 • Aðgerð

Forvarnir

 • Drekka ráðlagt magn af vökva daglega
 • Ekki sitja með krosslagða fætur
 • Forðast reykingar
 • Heilbrigður lífstíll
 • Huga að ráðlagðri hreyfingu
 • Hófleg alkóhólneysla
 • Regluleg hreyfing þegar er farið í lengri ferðalög hvort sem það er með bíl, lest eða flugvél. 

Hvað get ég gert?

 • Hálega á fæti í hvíld
 • Hreyfa fótleggi reglulega, til dæmis snúa ökklum í hringi
 • Hreyfa sig reglulega
 • Ræða við lækni hvort ráðlagt sé að fresta löngum ferðalögum 

Hvenær skal leita aðstoðar?

Leitaðu til næstu heilsugæslu ef: 

Þú finnur fyrir einkennum sem talin voru upp hér að  ofan

Leitaðu til næstu bráðamóttöku ef: 

Finnur fyrir einkennum hér að ofan ásamt:

 • Brjóstverkur
 • Erfiðleikar við öndun 

Blóðtappar geta verið lífshættulegir ef þeir fara á rek í líkamanum þar sem þeir geta leitað upp í lungu. 

Finna næstu heilsugæslu hér.