Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Þroski 4-6 mánaða

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Á þessum aldri gerist margt í þroska barnsins. Það fer að valda höfðinu betur og sjá tilgang í því að koma sér úr einni stöðu í aðra. Samskiptin verða fjölbreyttari og tjáning barnsins ríkari. 

4 mánaða

Grófhreyfingar

 • Sperrir sig þegar það liggur á maganum, með höfuð og brjóst frá undirlagi.
 • Veltur óvart af maga yfir á bak.
 • Gott vald á höfði þegar haldið er á því.

Fínhreyfingar

 • Hendur við bringu í leik.
 • Seilist eftir hlut, grípur og ber að munni.

Samskipti

 • Hlær hátt þegar fólk glettist við það.
 • Brosir við andliti.
 • Snýr höfði í átt að hljóði.

Málþroski

 • Grætur af svengd.
 • Veik kokhljóð, ah-eh-uh.
5 mánaða

Grófhreyfingar

 • Lyftir höfði liggjandi á baki, togar í fæturna á sér, nagar á sér tærnar
 • Leikur að tám.
 • Lyftir höfði og brjósti á maganum. Sperrir sig.
 • Tekur sundtökin
 • Tekur þunga á framhandleggi.

Fínhreyfingar

 • Tekur upp hluti og flytur á milli handanna.
 • Seilist með báðum höndum í einu eftir hlut.
 • Lófagrip.
 • Hendur jafnvígar.

Samskipti

 • Hjalar, Babblar. Agú.
 • Er að æfa sig að beita tungunni og myndar gjarnan munnvatnsbólur sem sumir kalla að steypa silfurhnappa.
6 mánaða

Grófhreyfingar

 • Veltir sér af maga yfir á bak og á báðar hliðar.
 • Hjálpar til við að setjast upp þegar togað er í hendur þess.
 • Tekur þunga á lófa með beina olnboga þegar það liggur á magangum.
 • Situr með stuðningi. Byrjar að styðja sig fram.
 • Spyrnir með fullum þunga í fætur, hossar sér, dansar á tánum þegar haldið er á því.

Fínhreyfingar

 • Grípur eftir öðrum kubbi séu því réttir tveir kubbar.
 • Heldur á tveimur kubbum sem settir eru í hvora hönd.
 • Missir kubb sem það heldur á, ef það seilist eftir öðrum.

Samskipti

 • Eftirvænting eftir að vera tekið upp.
 • Brosir við spegilmynd sinni.
 • Gerir greinamun á fólki sem það þekkir og ókunnugum.
 • Sýnir ánægju og óánægju
 • Sýnir óánægju þegar leikfang er tekið af því.
 • Horfir á eftir hlut sem dettur.
 • Finnst gaman í feluleik þar sem andlit er hulið og birtist svo aftur eða þegar klútur er settur yfir andlit barnsins og síðan tekinn af. 

Málþroski

 • Hermir eftir hósta, smella í góm, rekur út úr sér tunguna.
 • Byrjar að tyggja.
 • Lítur í átt að hljóði.
 • Gefur gaum að tónlist.
 • Bregst við tóninum í rödd þess sem talar til þess.
Örvun

Eftir því sem styrkur barnsins eykst og vökutíminn lengist eykst líka sá tími sem barnið nýtur samvista við þá sem annast það. Nú fer að verða hægt að hnoðast og leika meira. Tala saman og fá fram brosið. Leikur sem felst í því að fela andlit sitt á bak við hendurnar og taka svo frá er skemmtilegur á þessum aldri. 

Til að styrkja háls, herðar, handleggi og bak er gott að leyfa barninu að liggja á maganum og skoða heiminn frá því sjónarhorni. Gott er að hjálpa barninu að velta sér af baki á magann og af maganum á bakið. Fyrr en varir fer það að reyna að gera þetta sjálft og tekst það svo að lokum. Börnin hafa gaman af að hoppa og dansa í kjöltu þess sem á því heldur. Hér er að finna góð ráð til að örva lin börn.

Leikföng þurfa að vera traust, létt og hættulaus barninu sem hefur ekki ennþá nógu gott vald á þeim. Leikföngin þurfa að þola að þeim sé slegið í borð eða gólf og hent í gólfið.

Gott er að venja sig á að tala alltaf til barnsins þegar því er sinnt. Barnið er að læra móðurmál sitt og þarf að heyra það til að læra. Mælt er með því að byrja að lesa fyrir barnið á þessum aldri eða um leið og þau geta fylgst með stórum og einföldum myndum.  

Lágmarkið skjánotkun barna fram að 18 mánaða aldri. Skjánotkun hefur einkum áhrif á málþroska, hreyfiþroska og félagsþroska barna. Hér má finn góð ráð sem stuðla að góðu skjá uppeldi.

4 mánaða

Grófhreyfingar

 • Sperrir sig þegar það liggur á maganum, með höfuð og brjóst frá undirlagi.
 • Veltur óvart af maga yfir á bak.
 • Gott vald á höfði þegar haldið er á því.

Fínhreyfingar

 • Hendur við bringu í leik.
 • Seilist eftir hlut, grípur og ber að munni.

Samskipti

 • Hlær hátt þegar fólk glettist við það.
 • Brosir við andliti.
 • Snýr höfði í átt að hljóði.

Málþroski

 • Grætur af svengd.
 • Veik kokhljóð, ah-eh-uh.
5 mánaða

Grófhreyfingar

 • Lyftir höfði liggjandi á baki, togar í fæturna á sér, nagar á sér tærnar
 • Leikur að tám.
 • Lyftir höfði og brjósti á maganum. Sperrir sig.
 • Tekur sundtökin
 • Tekur þunga á framhandleggi.

Fínhreyfingar

 • Tekur upp hluti og flytur á milli handanna.
 • Seilist með báðum höndum í einu eftir hlut.
 • Lófagrip.
 • Hendur jafnvígar.

Samskipti

 • Hjalar, Babblar. Agú.
 • Er að æfa sig að beita tungunni og myndar gjarnan munnvatnsbólur sem sumir kalla að steypa silfurhnappa.
6 mánaða

Grófhreyfingar

 • Veltir sér af maga yfir á bak og á báðar hliðar.
 • Hjálpar til við að setjast upp þegar togað er í hendur þess.
 • Tekur þunga á lófa með beina olnboga þegar það liggur á magangum.
 • Situr með stuðningi. Byrjar að styðja sig fram.
 • Spyrnir með fullum þunga í fætur, hossar sér, dansar á tánum þegar haldið er á því.

Fínhreyfingar

 • Grípur eftir öðrum kubbi séu því réttir tveir kubbar.
 • Heldur á tveimur kubbum sem settir eru í hvora hönd.
 • Missir kubb sem það heldur á, ef það seilist eftir öðrum.

Samskipti

 • Eftirvænting eftir að vera tekið upp.
 • Brosir við spegilmynd sinni.
 • Gerir greinamun á fólki sem það þekkir og ókunnugum.
 • Sýnir ánægju og óánægju
 • Sýnir óánægju þegar leikfang er tekið af því.
 • Horfir á eftir hlut sem dettur.
 • Finnst gaman í feluleik þar sem andlit er hulið og birtist svo aftur eða þegar klútur er settur yfir andlit barnsins og síðan tekinn af. 

Málþroski

 • Hermir eftir hósta, smella í góm, rekur út úr sér tunguna.
 • Byrjar að tyggja.
 • Lítur í átt að hljóði.
 • Gefur gaum að tónlist.
 • Bregst við tóninum í rödd þess sem talar til þess.
Örvun

Eftir því sem styrkur barnsins eykst og vökutíminn lengist eykst líka sá tími sem barnið nýtur samvista við þá sem annast það. Nú fer að verða hægt að hnoðast og leika meira. Tala saman og fá fram brosið. Leikur sem felst í því að fela andlit sitt á bak við hendurnar og taka svo frá er skemmtilegur á þessum aldri. 

Til að styrkja háls, herðar, handleggi og bak er gott að leyfa barninu að liggja á maganum og skoða heiminn frá því sjónarhorni. Gott er að hjálpa barninu að velta sér af baki á magann og af maganum á bakið. Fyrr en varir fer það að reyna að gera þetta sjálft og tekst það svo að lokum. Börnin hafa gaman af að hoppa og dansa í kjöltu þess sem á því heldur. Hér er að finna góð ráð til að örva lin börn.

Leikföng þurfa að vera traust, létt og hættulaus barninu sem hefur ekki ennþá nógu gott vald á þeim. Leikföngin þurfa að þola að þeim sé slegið í borð eða gólf og hent í gólfið.

Gott er að venja sig á að tala alltaf til barnsins þegar því er sinnt. Barnið er að læra móðurmál sitt og þarf að heyra það til að læra. Mælt er með því að byrja að lesa fyrir barnið á þessum aldri eða um leið og þau geta fylgst með stórum og einföldum myndum.  

Lágmarkið skjánotkun barna fram að 18 mánaða aldri. Skjánotkun hefur einkum áhrif á málþroska, hreyfiþroska og félagsþroska barna. Hér má finn góð ráð sem stuðla að góðu skjá uppeldi.