Áfallaviðbrögð og áfallastreita

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Þegar fólk hefur orðið fyrir ofbeldi er eðlilegt að fólk geti fundið fyrir streituviðbrögðum sem geta verið líkamleg, hugræn og tilfinningaleg. Það finna samt ekki allir fyrir slíkum einkennum eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi.

Nokkur dæmi um einkenni áfallastreitu:

  • Að endurupplifa atburðinn í sífellu
  • Svefnvandi og martraðir
  • Ótti, kvíði
  • Pirringur og reiði
  • Ofurviðbrögð við áreiti, bregða við minnsta tilefni
  • Einbeitingarerfiðleikar

Einkenni áfallastreitu líða oftast hjá en í einhverjum tilfellum getur hún haldið áfram mánuðum saman og orðið að áfallastreituröskun. Ef þú hefur áhyggjur af því að vera með áfallastreituröskun þá getur verið gott fyrsta skref að leita aðstoðar á sinni heilsugæslu. Á öllum heilsugæslum er fagfólk svo sem heimilislæknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sem geta síðan vísað til sálfræðinga eftir þörfum. Sálfræðingar eru starfandi á öllum heilsugæslustöðvum. Einnig eru geðheilsuteymi starfandi og vísað er til þeirra eftir aðstæðum hverju sinni. 

Þú getur fundið næstu heilsugæslustöð á þjónustuvefsjánni.

Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.