Ofbeldi barna gegn foreldrum

Eðlilegt er að lítil börn slái einhvern tíma til foreldra sinna eða sýni erfiða hegðun. Þau eru að læra hvernig samskipti eiga að vera og stundum bera tilfinningarnar þau ofurliði. Ef hegðunin er hins vegar síendurtekin eða ekki er um smábarn að ræða er ástæða til að leita sér aðstoðar. Stundum getur verið undirliggjandi ástæða hjá barninu (vanlíðan, kvíði, hegðunarröskun, líkamleg veikindi o.fl.) sem brýst fram sem árásarhneigð og þá þarf að sjá til þess að fjölskyldan fái viðeigandi aðstoð. Stundum þurfa foreldrar stuðning til að kenna barninu að tjá tilfinningar og fá útrás án þess að beita ofbeldi.
Hægt er að fá hjálp hjá heilsugæslunni í þinni, sérfræðiþjónustu skóla, félagsþjónustu (barnavernd) og einkaaðilum.

Þessi grein var skrifuð þann 14. nóvember 2016

Síðast uppfært 15. ágúst 2019