Lyfjanotkun

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Lyf eru notuð í fjölbreyttum tilgangi. Til að hámarksárangur náist þarf að nota lyfin rétt. 

Að þekkja lyfin sín

Öllum lyfjum fylgir fylgiseðill sem gott er að kynna sér. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar sem geta skipt notanda lyfsins máli. Hægt er að nálgast hann á heimasíðu Lyfjastofnunar.
Í hverjum fylgiseðli má finna upplýsingar um:  

  • Lyfið og við hverju það er notað.
  • Hvenær má ekki taka lyfið.
  • Hvernig á að taka lyfið.
  • Hugsanlegar aukaverkanir lyfsins og hvernig á að bregðast við þeim.  
  • Hvernig á að geyma lyfið
  • Form lyfsins, t.d. töflur, mixtúra og í hvaða skömmtum það er framleitt.

Ef áhyggjur eru af lyfjatökunni má fá aðstoð hjá lyfjafræðingi í apóteki eða á netspjallinu á heilsuvera.is

Að taka lyf á réttan hátt

Á lyfjaumbúðum eru leiðbeiningar frá lækninum um hvernig og hversu oft á að taka lyfið. Til að meðferðin skili árangri er þarf að fylgja fyrirmælum og vera í sátt við sína lyfjagjöf.

Lyfið er aðeins ætlað þeim sem það er ávísað á. 

Hækkandi aldur og lyf

Með hækkandi aldri (70+)verða breytingar sem geta haft áhrif á lyfjanotkun. Til dæmis hægara niðurbrot lyfja og hægari útskilnaður um nýru. Þessar breytingar geta valdið því að lyf eru lengur að skiljast út úr líkamanum með þeim afleiðingum að líkur á aukaverkunum aukast. 

Um fjöllyfjameðferð

Það getur þurft að endurskoða skammtastærðir með hækkandi aldri eða ef breyting verður á annarri lyfjatöku og/eða heilsufari.

Eldra fólk þarf oft minni skammta en yngra fólk af sama lyfi.

Hægt er að fá lyfjaskömmtun úr apóteki sem einfaldar lyfjatökur.

Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.