Fara á efnissvæði
Fara á efnissvæði

Bólusetningar ferðamanna

Kaflar
Útgáfudagur

Sjúkdómar dreifast ekki jafnt um heiminn. Þeir geta verið landlægir í ákveðnum löndum eða skotið upp kollinum fyrirvaralaust. Hægt er að bólusetja við ákveðnum sjúkdómum. Hvort ráðlegt sé að bólusetja fyrir ferðalag ræðst að fjórum þáttum:

  • Hvert er ferðast
  • Hvað á að gera í ferðalaginu
  • Á hvaða árstíma er ferðalagið
  • Hversu lengi dvölin stendur yfir 
  • Hvaða bólusetningar viðkomandi hefur fengið áður

Á vefsvæði Centers for Disease Control and Prevention má slá inn viðeigandi upplýsingar og finna út hvaða bólusetninga er þörf.

Á vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er að finna ítarlegar upplýsingar um útbreiðslu þeirra sjúkdóma sem unnt er að bólusetja gegn.

Einstaklingar greiða sjálfir fyrir bólusetningar - Gjaldskrá bólusetninga

Upplýsingar um bóluefni má finna hjá Sérlyfjaskrá.

Upplýsingar um smitsjúkdóma sem bólusett er gegn

Ráðgjöf um bólusetningar fyrir ferðalög

Gott er að ráðfæra sig við fagfólk 2-3 mánuðum fyrir ferðalag til að meta hvort ástæða er til að bólusetja. 

Heilsugæslustöðvar ráðleggja fólki um bólusetningar vegna ferðalaga.

Fólk sem skráð er á einhverja af stöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins getur óskað eftir ráðgjöf í netspjalli hér á síðunni. Staðlaðar spurningar koma um ferðalagið og  bólusetningaráætlun kemur síðan inn á mínar síður á Heilsuveru eftir 3-10 virka daga.

Fólk fær tilkynningu þegar áætlunin er tilbúin. Við gerð á bólusetningaráætlun er meðal annars tekið til skoðunar fyrri bólusetningar og tímalengd dvalar.

Þegar fólk er komið með bólusetningarráðgjöf er hægt að mæta í Þönglabakka 1, 109 Reykjavík alla virka daga milli kl. 09:00-15:00 og fá bólusetningu hjá hjúkrunarfræðingi.