Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Hvað er heilbrigt sjálfsmat?

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Sjálfsmat vísar til þeirrar grundvallarskoðunar sem við höfum á okkur sjálfum og hvers virði við erum sem manneskjur.

Manneskja með lágt sjálfsmat hefur almennt neikvætt álit á sjálfri sér. Hún telur sig ekki hafa marga góða eiginleika, finnst hún ekki hafa mikið fram að færa eða falla öðrum vel í geð. Neikvætt sjálfsmat tengist svokölluðum neikvæðum kjarnahugmyndum. Fólk trúir því innst inni að það sé verra en aðrir, sé t.d. heimskara, ljótara eða leiðinlegra og minna virði en annað fólk.

Það gefur auga leið að vellíðan og lífsánægja skerðast verulega við að burðast með slík viðhorf í farteskinu. Því er mikilvægt að leita leiða til að efla heilbrigt sjálfsmat og leita eftir faglegri aðstoð ef vandinn er mikill eða langvarandi.

Það að hafa jákvætt sjálfsmat er ekki það sama og að vera sjálfumglaður eða sjálfselskur. Manneskja með heilbrigt sjálfsmat hefur almennt jákvætt viðhorf til sjálfrar sín og lítur á sig sem jafningja annarra. Hún þekkir eigin styrkleika og metur jákvæða eiginleika sína en er jafnframt meðvituð um að hún hafi einhverja galla. Hún veit að allir hafa einhverja veikleika og gerir ekki þá kröfu til sjálfrar sín að vera fullkomin. Almennt er hún sátt við sjálfa sig og sýnir sjálfri sér sanngirni og velvild. Henni finnst hún jafn mikils virði og aðrir, hvorki meira né minna.

Hegðun hefur mest áhrif á lífsgæði og líðan að erfðum undanskildum. Sjáðu hvernig staðan er hjá þér.

Smelltu hér til að meta heilsuhegðun þína