Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Ákvarðanataka

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Segja má að líf einstaklingsins sé samsafn allra þeirra ákvarðana sem hann tekur. Við erum alltaf að taka ákvarðanir, stórar og smáar. Sumar ákvarðanir hafa áhrif á allt okkar líf en aðrar eru lítilvægar. Ákvörðun getur bæði verið meðvituð og ómeðvituð. Meðvituð ákvörðun er tekin þegar við hugsum okkur um og veltum fyrir okkur kostum og göllum og tökum ákvörðun út frá því. Ómeðvituð ákvörðun er tekin hratt að óhugsuðu máli. Meiri líkur eru á að ákvörðun reynist góð ef hún er tekin meðvitað.

Að taka góða ákvörðun

Þegar taka þarf ákvörðun er fyrsta skrefið að stoppa og hugsa. Stundum þarf að gefa sér tíma til þess og þann tíma verður að taka þó öðrum finnist kannski að ákvörðun ætti að liggja fyrir strax. Sumar ákvarðanir eru erfiðar og flóknar en það eykur líkurnar á góðri ákvörðun ef þú vandar þig í ákvarðanatökunni. Fjölmargar ákvarðanir sem við tökum getum við ekki tekið ein og ættum ekki að taka ein. Vinir og fjölskylda koma þar sterk inn. 

Hvaða möguleikar eru í stöðunni?
Það er mikilvægt að vita hvaða möguleikar eru til staðar. Oftast eru nokkrir möguleikar til staðar en það er ekki víst að þeir séu augljósir. Þá getur verið gott að leita til annarra til að fá þá til að hjálpa til við að sjá fleiri möguleika.

Hverjar eru afleiðingarnar fyrir mig og aðra?
Það er gott að velta þessu fyrir sér. Reyna að sjá út hvað gæti gerst gott eða slæmt. Getur ákvörðunin mögulega sært einhvern annan? Það sem er hugsanlega gott fyrir einn er ekki gott fyrir annan. 

Hvað vil ég gera?
Það er ekki alltaf augljóst og því mikilvægt að velta því fyrir sér. Stundum getur verið gott að ræða það við einhvern sem þú treystir ef þú ert ekki viss um hvað þú vilt gera?

Hafðu hugrekki til að taka ákvörðun sem er góð fyrir þig og standa við hana.

 

Hegðun hefur mest áhrif á lífsgæði og líðan að erfðum undanskildum. Sjáðu hvernig staðan er hjá þér.

Smelltu hér til að meta heilsuhegðun þína