Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Örugg húðflúr og götun

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Þegar húð er rofin er alltaf hætta á að smit berist milli manna, bæði bakteríusmit og smit vegna alvarlegra veirusýkinga, svo sem lifrarbólguveiru og alnæmisveiru. Ef þú ert að hugleiða að fá þér húðflúr eða gat á líkamann skaltu láta fagmann sjá um málið. Umhverfisstofnun/heilbrigðiseftirlit gefur út starfsleyfi til þeirra sem sinna húðflúri og götun. Þú skalt kynna þér hvort sá sem þú ætlar að eiga viðskipti við hafi slíkt leyfi. Ef ekki leitaðu þá annað.

Það er óheimilt að húðflúra eða gata einstakling undir 18 ára aldri nema með skriflegu leyfi forráðamanna viðkomandi. 

Áður en flúrað er eða gatað ber þeim sem ætlar að framkvæma verkið að upplýsa þig um hugsanlega fylgikvilla. Þetta geta til dæmis verið:

  • Varanlega breytingu á húð
  • Sýkingarhætta
  • Ofnæmisviðbrögð
  • Blæðingar
  • Eftirmeðferð á húðsvæðinu sem aðgerðinni er beitt á.

Einnig ber að upplýsa um hvert beri að leita ef fylgikvillar koma upp.