Hægt er að smyrja sólkremi á húð sem er óvarin í sólinni en sólkrem er ekki nein töfralausn og þau þarf að nota rétt. Notið aldrei sólkrem sem aðalsólvörn til að geta verið lengur úti í sólinni. Sólkremið ver okkur ekki fyrir vissum hættulegum geislum sólarinnar þó það komi í veg fyrir sólbruna.
- Þegar sólkrem er keypt, skal athuga að það innihaldi bæði vörn við UVA og UVB geislum.
- Varnarstuðlarnir á sólkremum eru ekki eins allsstaðar í heiminum. Hér á landi er notaður Evrópustuðul. Í Bandaríkjunum er ekki samræmdur stuðull og mikill munur getur verið á sólkremum þar í landi þó stuðullinn sé sá sami. Best er því að kaupa sólkremin heima áður en haldið er í ferðalag.
- Sólkrem fyrir börn ætti alltaf að vera að minnsta kosti með varnarstuðul 30. Umfjöllun um börnin og sólina.
- Lesa innihaldsefni á sólkreminu. Kaupa ekki sólkrem sem inniheldur ilmefni eða paraben, sérstaklega ekki fyrir börn. Þessi efni heita til dæmis metýl-, etýl-, própýl-, bútýl-, ísóprópýl- og ísóbútýlparaben. Paraben raska mögulega hormónastarfsemi. Í Evrópu er leyfilegur heildarstyrkur parabena í snyrtivörum háður takmörkunum. Svansvottaðar snyrtivörur innihalda ekki paraben.
- Þegar sólkrem er notað þarf að bera það á hálftíma áður en farið er í sólina og endurtaka rétt áður en farið er út. Eftir það skal endurnýja sólvörnina á tveggja tíma fresti.
- Sólkrem sem þolir vatn þurrkast af með handklæði sé það notað til að þurrka húðina eftir veru í vatni, sundlaug eða sjóbaði.
- Algengt er að fólk noti allt of lítið af sólkremi. Það þarf um 3-4 matskeiðar af sólkremi til að verja meðalmanneskju með sólkremi.
- Þegar sólkrem er borið á eru ákveðnir staðir sem vilja verða útundan. Þetta eru til dæmis: tær, ristar, kálfar, innan á lærum, miðja baksins, axlir, eyru, miðsnesi og skiptingin í hárinu sé hún til staðar.
Til að koma í veg fyrir sólbruna er gott að undirbúa viðveru í sól.