Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Skráning barna

Kaflar
Útgáfudagur

Feðrun og forsjá:

Hjúskapur eða skráð sambúð:

Ef móðir er í hjúskap eða í skráðri sambúð með lýstum föður, þá er maki skráður faðir barns. Barnið er þá sjálfkrafa kennt til föður við skráningu í Þjóðskrá. Ef um er að ræða tvær mæður í hjúskap eða skráðri sambúð þarf að leggja fram skjal til Þjóðskrá sem staðfestir að getnaður hafi farið fram samkvæmt ákvæðum laga nr. 55/1996 um tæknifrjóvgun og fleira. 

Vert er að undirstrika að ástæða þess að Þjóðskrá kallar eftir framangreindum upplýsingum, svo unnt sé að framfylgja barnalögum nr. 76/2003 um skráningu foreldra barns. Mæður geta sjálfar skilað inn slíku skjali eða veitt Þjóðskrá umboð til að afla þess.

Foreldrar ekki í skráðri sambúð né hjónabandi:

Þegar barn fæðist og foreldrar þess eru hvorki í hjónabandi eða skráðri sambúð, þarf að ákvarða faðerni barnsins áður en hægt er að ákveða meðlag. Foreldri sem fæðir barnið fer eitt með forsjá barns og forsjá breytist ekki sjálfkrafa þótt barn sé feðrað síðar.

Tvær leiðir eru mögulegar:

a. Fylla út eyðublað: Yfirlýsing móður um faðerni barns og skila inn faðernisviðurkenningu til Þjóðskrá. 

b. Sækja um feðrun hjá Sýslumanni í því bæjarfélagi sem móðir er skráð til lögheimilis. Fylla þarf út eyðublað Faðernisyfirlýsing þar sem faðerni er lýst yfir, ýmist með undirskrift hans eða án (þá kallar sýslumaður föðurinn inn til undirskriftar), auk þess sem móðir getur óskað eftir meðlagi á sama eyðublaði. Sýslumaður sendir staðfestingu á feðrun til Þjóðskrár þegar faðir hefur staðfest. Ef mál er í gangi um að feðra barn, er hægt að sækja um meðlag til bráðabirgða hjá Tryggingastofnun ríkisins.

Barn einstakrar móður

Ef barn verður ekki feðrað þar sem barn var getið með tæknifrjóvgun (einstakt foreldri) eða ekki er hægt að feðra barn er hægt að sækja um barnalífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins. Greiðslur barnalífeyris samsvara meðlagsgreiðslum.

DNA-blóðrannsókn – sönnun á faðerni

Eftir að móðir hefur skilað Faðernisyfirlýsingu til sýslumanns og lýstur barnsfaðir óskar eftir blóðrannsókn til sönnunar á faðerni, þarf hann að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis hjá sýslumanni og eins staðfesta að hann sé tilbúinn til þess að greiða þann kostnað sem rannsóknin hefur í för með sér. Kostnaður er alltaf greiddur af þeim er reynist blóðfaðir.

  •  Lýstur faðir þarf ávallt að óska eftir blóðrannsókn. Vilji móðir barnsins blóðrannsókn þarf hún að höfða barnsfaðernismál í nafni barnsins sem fer þá fyrir dómstóla.
  • Ef lýstur barnsfaðir neitar blóðrannsókn sem og að greiða fyrir blóðrannsókn, er móður kynnt sú niðurstaða af sýslumanni og henni leiðbeint varðandi málshöfðun í nafni barns.

DNA- próf án aðkomu yfirvalda:

Hægt er að fá DNA próf án aðkomu sýslumanns og dómstóla. Tvær leiðir eru mögulegar á Ísland og ein erlendis:

Á Ísland:

a) Móðir og meintur faðir geta sjálf haft samband við Meinafræðideild /Réttarlæknisfræði á Landspítalanum og óskað eftir að fram fari blóðrannsókn. Þau geta deilt kostnaðinum ef því er að skipta.

b) Íslensk Erfðagreining: Eftir 6 mánaða aldur barns, strok úr kinn frá barni og meintum föður. Ókeypis en þarf að samþykkja að DNA sýni allra þ.m.t barns verið partur af lífsýnabanka Íslenskrar Erfðagreiningar. Nánari upplýsingar hjá Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna

Erlendis:

c) Móðir og meintur faðir geta pantað DNA prófs-pakka frá Danmörku og fá þau sendan útbúnað til að taka munnvatnsstrok frá barni og meintum föður. Sýnin senda þau svo sjálf til Danmerkur með pósti, þar sem þau eru greind. Mikilvægt er að notendur lesi leiðbeiningar vel . Nánari upplýsingar og verðskrá má finna hér.