Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Réttindi við fósturlát, andvana fæðingu eða andlát barns

Kaflar
Útgáfudagur

Fósturlát frá 18-22 vikur

Foreldrar geta átt tveggja mánaða sjálfstæðan rétt til sorgarleyfis við fósturlát eftir 18 vikna meðgöngu. 
Lágmarkstími sorgarleyfið er tvær vikur í senn og rétturinn fellur niður 24 mánuðum eftir fósturlátið. 
Gögn sem þarf að skila til Vinnumálastofnun eru:

  • Hefðbundin umsókn um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði
  • Tilkynning um tilhögun sorgarleyfis  
  • Læknisvottorð frá sérfræðing um lengd meðgöngu – Best er að óska eftir því við útskrift af deild.

Réttindi hjá stéttafélagi: Athuga með réttindi hjá stéttarfélagi viðkomandi. Sum stéttarfélög veita Fæðingarstyrk eða dánarbætur.

Andvana fæðing eftir 22 vikna meðgöngu

Við andvanafæðingu eftir 22 vikna meðgöngu skapast sjálfstæður réttur foreldra til sorgarleyfis í allt að 3 mánuði fyrir hvort foreldri um sig. Lágmarkstími fæðingarorlofs er tvær vikur og rétturinn fellur niður 24 mánuðum eftir andvanafæðinguna.

Gögn sem þarf að skila inn til Vinnumálastofnunar:

  • Umsókn um sorgarleyfi
  • Tilkynning um tilhögun sorgarleyfis
  • Læknisvottorð frá sérfræðing um lengd meðgöngu – Best er að óska eftir því við útskrift af deild
  • Ef búið er að sækja um fæðingarorlof þarf að senda upplýsingar til Fæðingarorlofssjóðs að sótt sé um sorgarleyfi.

Réttindi hjá stéttarfélagi: Athuga með réttindi hjá stéttarfélagi viðkomandi. Sum stéttarfélög veita Fæðingarstyrk eða dánarbætur.

Andlát barns frá fæðingu til 18 ára aldurs

Foreldrar og/eða forsjáraðili geta átt rétt til 6 mánaða sorgarleyfis við andláts barns. Lágmarkstími sorgarleyfis er tvær vikur og rétturinn fellur niður 24 mánuðum eftir andlátið.

Gögn sem þarf að skila inn til Vinnumálastofnunar:

  • Umsókn um sorgarleyfi
  • Tilkynning um tilhögun sorgarleyfis
  • Læknisvottorð frá sérfræðilækni sem hefur sinnt barninu.

Réttindi hjá stéttarfélagi: Athuga með réttindi hjá stéttarfélagi viðkomandi. Sum stéttarfélög veita Fæðingarstyrk eða dánarbætur.

Athugið að sækja þarf um flest þau félagslegu réttindi sem nefnd hafa verið hér að framan. Frekari upplýsingar um sorgarleyfi og umsóknarferli má finna hjá vinnumálastofnun.