Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Réttindi í barneignarferli

Kaflar
Útgáfudagur

Veikindi á meðgöngu á vinnumarkaði

Veikindaréttur starfsmanns hjá atvinnurekanda: Kanna sinn rétt hjá sínum atvinnurekanda og mikilvægt er að viðhalda ráðningasambandi við hann eins og hægt er

Sjúkradagpeningar: frá stéttafélagi og Sjúkratryggingum Íslands.

Þegar veikindarétti lýkur hjá vinnuveitanda er næsta skref að leita til stéttarfélags og sækja um sjúkradagpeninga. Mismunandi réttur er eftir stéttarfélögum – kanna sinn rétt hjá stéttarfélagi. Einnig er samtímis hægt að sækja um sjúkradagpeninga hjá Sjúkratryggingum Íslands.

Fylgigögn sem þurfa að berast: Læknisvottorð sem staðfestir veikindi sjúklings 

Aukið fæðingarorlof:

Ef heilsufarsástæður á meðgöngu valda því að leggja þarf niður launuð störf eða hætta þátttöku á vinnumarkaði meira en mánuði fyrir áætlaðan fæðingdag getur viðkomandi átt rétt á lengra fæðingarorlofi samkvæmt rétti til atvinnuleysisbóta, en þó aldrei lengur en 2 mánuði.

Með heilsufarsástæðum er átt við:

  • Sjúkdóma sem koma upp vegna meðgöngu og valda óvinnufærni
  • Sjúkdóma, tímabundna eða langvarandi, sem versna á meðgöngu og valda óvinnufærni
  • Fyrirbyggjandi meðferð til að koma í veg fyrir fæðingu fyrirbura eða til að vernda heilsu fósturs, enda valdi meðferðin óvinnufærni.

Fylgigögn sem þurfa að berast:

  • Læknisvottorð vegna veikinda móður
  • Starfslokavottorð vegna veikinda móður á meðgöngu.

Veikindi á meðgöngu - námsmaður í 75% námi eða meira

Námsmenn geta ekki fengið aukinn fæðingarstyrk vegna veikinda á meðgöngu

Námsmaður getur átt rétt á auknu svigrúmi þegar ekki nást lágmarks einingar og námsmaður uppfyllir ekki kröfur sjóðsins um lágmarks námsframvindu til að fá námslán vegna veikinda á meðgöngu í allt að 3 mánuði fyrir fæðingu. Frekari upplýsingar hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna.

Fylgigögn sem þurfa að berast: Framvísa þarf læknisvottorði/fæðingarvottorði.

Námsmaður getur sótt um þessa undanþágu fram að 12 mánaða aldri barns. Námsmaður þarf að fara með forsjá og barnið að eiga lögheimili eða búa hjá námsmanni á námstíma.

Veikindi á meðgöngu á endurhæfingarlífeyri eða örorkulífeyri

Ekki er hægt að fá aukinn fæðingarstyrk vegna veikinda á meðgöngu

Fjölburafæðing

Foreldrar eiga sameiginlegan rétt á lengingu fæðingarorlofs/fæðingarstyrks um þrjá mánuði fyrir hvert barn umfram eitt sem fæðist eftir 22 vikna meðgöngu, lifandi eða andvana.

Veikindi móður í tengslum við fæðingu

Komi upp alvarleg veikindi hjá móður sem rekja má til fæðingarinnar svo hún getur ekki annast barn sitt þann tíma sem fæðingarorlof/fæðingarstyrkur var greiddur að mati sérfræðilæknis, er heimilt að framlengja fæðingarstyrk hennar um allt að 2 mánuði.

Fylgigögn sem þurfa að berast: Læknisvottorð vegna veikinda sem tengjast fæðingu.

Sjúkrasjóður stéttarfélags maka: Mælt er með að kynna sér réttindi hjá stéttarfélagi maka. Mismunandi réttindi eru hjá stéttafélögum en sum stéttarfélög greiða sjúkradagpeninga fyrir félagsmann vegna veikinda maka. Mikilvægt er að kynna sér umsóknarferli, dagsetningar og fylgigögn. Maki óskar eftir læknisvottorði hjá lækni móður.

Sjúkrahúsdvöl nýbura í beinu framhaldi af fæðingu

Fæðingarorlof/fæðingarstyrkur:

Foreldrar geta átt rétt á sameiginlegri lengingu á orlofi ef innlögn barns á vökudeild varir lengur en sjö daga og/eða ef um er að ræða alvarlegan sjúkdóm eða alvarlega fötlun barns sem krefst aukinnar umönnunar foreldris.Ef um fjölburafæðingu er að ræða gildir dvalartími þess barns sem lengur/lengst dvelur.

Að sækja um framlengingu á fæðingarorlofi vegna veikinda barns:

1. Óska eftir læknisvottorði við útskrift barns eða þegar sértækri umönnun barns lýkur og senda á Fæðingarorlofssjóð.

2. Foreldrar tilkynna vinnuveitanda og Fæðingarorlofssjóði hvernig þeir ætli að ráðstafa lengingunni með því að fylla út eyðublaðið Tilkynning um tilhögun fæðingarorlofs á 

Sjúkrasjóður stéttarfélaga:

Sjúkradagpeningar vegna veikinda barns – mismunandi réttindi eftir stéttarfélögum. Það þarf að kynna sér sinn rétt vel. Mikilvægt er að kynna sér umsóknarferli, dagsetningar og fylgigögn. Foreldrar óska eftir læknisvottorði á nafni barns en nöfn foreldra koma fram.

Fæðingarstyrkur stéttarfélaga: Sum stéttarfélög eru með fæðingarstyrki, eingreiðslu vegna fæðingar barns. Kanna rétt ykkar hjá viðkomandi stéttarfélagi.

Foreldrar með búsetu úti á landi

Ferðakostnaður vegna búsetu úti á landi:

Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði vegna ítrekaðra ferða ef um er að ræða alvarleg vandamál í meðgöngu.

Að sækja um ferðakostnað:

1. Óska eftir ferðavottorði hjá lækni.

2. Fá staðfestingu á ferðum til læknis eða ljósmóður frá ritara eða ljósmóður.

3. Foreldrar þurfa að skila inn staðfestingu á þessum ferðum ásamt kvittunum fyrir fargjaldi til umboðs sjúkratrygginga Íslands hjá sýslumanni í sínu umdæmi

Gistikostnaður vegna búsetu úti á landi:

Varðandi gistingu í bænum er yfirleitt fyrst athugað með gistingu á Sjúkrahóteli Landspítala. Læknir, hjúkrunarfræðingur eða ljósmóðir senda beiðni fyrir dvöl þar.

Barnaspítalinn á nokkrar íbúðir sem foreldrar geta leigt meðan barnið þeirra dvelur á spítalanum. Hægt er að sækja um íbúð með því að senda tölvupóst á: mottakabh@landspitali.is Eftirfarandi þarf að koma fram í tölvupóstinum: Nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer, nafn barns, kennitala barns, fjöldi fullorðna, fjöldi barna, tímabil og hvort þörf sé fyrir lyftuhúsnæði.

Ef sjúkrahótelið eða íbúð Barnaspítala Hringsins eru ekki tiltæk, geta foreldrar athugað hvort stéttarfélagið sitt eigi íbúð í bænum sem hægt væri að fá leigða.

Dvalarstyrkur:

Réttur til dvalarstyrks er bundinn við verðandi móður eigi rétt á fæðingarorlofi eða fæðingarstyrk. Heimilt er að greiða dvalarkostnað móður fjarri heimili 14 dögum fyrir áætlaðan fæðingardag og fram að fæðingu. Ef um fjölburameðgöngu er að ræða er heimilt að byrja að greiða dvalarkostnað 28 dögum fyrir áætlaðan fæðingardag og fram að fæðingu.

Ekki er greiddur dvalarstyrkur þann tíma sem verðandi móðir dvelur á sjúkrahúsi eða heilbrigðisstofnun.

Fylgigögn sem þurfa að berast: Læknisvottorð. 

Athugið að sækja þarf um flest þau félagslegu réttindi sem nefnd hafa verið hér að framan