Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Félagslegur stuðningur

Kaflar
Útgáfudagur

Fólki reynist léttara að hætta ef það hefur vini, fjölskyldu og vinnufélaga að styðjast við.

Að tilheyra hópi

Í margra augum eru reykingar og tóbaksnotkun hluti af sjálfsmynd þess sem reykir eða tekur í vörina/nefið. Reykingarnar geta þá snúist um það að tilheyra tilteknum hópi og vera „ein(n) af okkur“, þótt fólk geri sér e.t.v. ekki alltaf skýra grein fyrir því. Þetta getur valdið því að tóbaksnotandanum finnst þeir sem ekki reykja vera allt öðruvísi og frábrugðnir honum sjálfum. Þegar þannig er í pottinn búið getur jafnvel farið svo að manni finnist maður ögra eða ógna sínum eigin hóp við það eitt að reyna að hætta að nota tóbak. Þess vegna geta líka einstaka „tóbaksvinir“ jafnvel reynt að vinna gegn átaki þínu til að hætta.

Sjálfsmynd

Það að hætta snýst ekki eingöngu um það að breyta hluta af eigin lífsstíl heldur einnig um að endurmóta sjálfsmyndina. Það er því bót að því að íhuga hvaða mynd maður hefur sjálfur af þeim sem nota ekki tóbak. Ef sú mynd hentar þér ekki skaltu ákveða hvernig mynd þú vilt hafa af þér sem tóbakslausri manneskju. Það hjálpar þér sjálfsagt að hugsa og tala um þig sem fyrrverandi reykingamann / tóbaksnotanda þótt það kunni að vera einkennilegt í fyrstu.

Vanaleg félagshegðun

Þótt sumir líti ekki á sig sem miklar félagsverur hafa óskráðar reglur og álit annarra mikið að segja um hvernig menn haga sér. Þetta á bæði við gagnvart nánustu aðstandendum og samfélaginu í heild.

Slík vanahegðun smá breytist oftast þegar fram líða stundir og hún getur líka tekið breytingum í samræmi við það sem við tökum okkur fyrir hendur. Það er þess vegna einfaldara að vera tóbakslaus ef maður umgengst aðra sem telja tóbaksnotkun of skaðlega til að vera nautnarinnar virði.

Ef þú átt einhvern að sem er til í að styðja þig mun þér reynast auðveldara að hætta að reykja eða taka í vörina/nefið. Það hefur komið í ljós í rannsóknum að sumir vilja ekki láta sína nánustu vita að þeir eru að reyna að hætta. Vissulega minnka við það vonirnar og þrýstingurinn frá öðrum en um leið sviptir maður sig möguleikanum á að fá stuðning þeirra þegar kreppir að. Félagslegur stuðningur er mikilvægur þegar maður er að hætta að reykja eða nota tóbak í vör/nef. Það er því vonandi að þessi vefsíða nýtist til að auðvelda þeim sem vilja hætta, að fá slíkan stuðning og að sá stuðningur verði líka skemmtilegur.

Hægt er að fá meðferð og stuðning við að hætta tóbaksnotkun á netspjalli hér á síðunni og í síma 5131700.

Hegðun hefur mest áhrif á lífsgæði og líðan að erfðum undanskildum. Sjáðu hvernig staðan er hjá þér.

Smelltu hér til að meta heilsuhegðun þína