Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Viltu draga úr eða hætta?

Kaflar
Útgáfudagur

Hér má finna ýmsar ráðleggingar, stuðning og úrræði ef þú vilt draga úr áfengisneyslu þinni eða hætta henni alveg. Teljir þú vandamálið viðameira eða ef þessi stuðningur gagnast þér ekki er þér ráðlagt að leita aðstoðar fagfólks. Til að byrja með gætir þú haft samband við heimilislækninn þinn.

 

Hegðun hefur mest áhrif á lífsgæði og líðan að erfðum undanskildum. Sjáðu hvernig staðan er hjá þér.

Smelltu hér til að meta heilsuhegðun þína

Níu hættumerki
 1. Finnur þú afsakanir/ástæður til að fá þér áfengi?
 2. Hefur þú lofað sjálfum þér að drekka ekki í t.d. viku en ekki geta staðist það?
 3. Hefur einhver sagt þér að þú drekkir of mikið?
 4. Hefur þú reynt að fela drykkjuna til að forðast leiðindi innan fjölskyldunnar
 5. Hefur þú svikið loforð við börnin þín vegna drykkju?
 6. Hefur þú verið í veikindafríi vegna eftirkasta drykkju (timburmenni)?
 7. Þarft þú að drekka meira en áður til að finna fyrir áhrifum?
 8. Verður þú drukkin/n í veislum þótt þú hafi ákveðið að verða það ekki
 9. Drekkur þú stundum á þann hátt að þú manst ekki atburði dagsins?

  Ef þú svarar einhverjum þessara spurninga játandi er góð ástæða til að draga úr áfengisneyslunni og sérstaklega að drekka ekki mikið í hvert skipti.
Góð ráð til að halda stjórn
 • Drekktu ekki of mikið í hvert sinn.
 • Fáðu þér aðeins áfengi í tengslum við máltíðir.
 • Bjóddu upp á óáfenga drykki til jafns á við áfenga.
 • Drekktu vatn til að slökkva þorstann.
 • Slepptu áfengi á virkum dögum.
 • Settu tímamörk hvenær þú hættir að drekka, t.d. ekki áfengi eftir miðnætti.
 • Stjórnaðu áfengisneyslunni þegar þú býður til veislu. Minna er betra.
 • Svaraðu sannleikanum samkvæmt: „Nei, takk – ég hef fengið nóg!“
 • Taktu þér áfengisfrí.
 • Fáðu þér ekki áfengi vegna kvíða, leiða eða einmanaleika.
 • Neyttu áfengis að hámarki eitt kvöld í viku.

Það er undir þér komið

Það er undir þér komið hvort og hvenær þú breytir drykkjuvenjum þínum. Aðrir geta veitt þér aðstoð en þetta er þín ákvörðun. Að vega og meta kostina og gallana getur hjálpað.

Kostir:
Veltu fyrir þér og skrifaðu niður hvaða ástæður gætu verið fyrir því að breyta um lífsstíl?

 • Bæta heilsuna
 • Létta mig eða komast í form
 • Bæta sambandið
 • Spara peninga
 • Forðast timburmenn
 • Forðast frekari vandræði
 • Gera betur í vinnu eða námi
 • Að standast eigin væntingar

Gallar:
Veltu fyrir þér og skrifaðu niður hvaða ástæður gætu verið fyrir því að breyta ekki um lífsstíl?

Berðu saman kostina og gallana og merktu sérstaklega við mikilvægustu ástæðurnar.

Er munur á þeirri stöðu sem þú ert í núna og þeirri sem þú vildir helst vera í?

 Til í breytingar?

Ertu til í að gera breytingar á drykkju þinni? Ef svo er þá eru næstu skref mikilvæg. En láttu þér ekki koma á óvart þótt þú finnir fyrir blendnum tilfinningum. Þú gætir þurft að endurmeta ákvarðanir þínar þar til þú ert fullkomlega til í þá vegferð sem breytingarnar eru.

Ef þú ert ekki til í breytingar eru hér nokkur atriði sem þú getur íhugað:

 • Skráðu neyslu þína, hversu oft og hve mikið þú drekkur.
 • Fylgstu með áhrifunum sem drykkjan hefur á þig.
 • Gerðu, eða endurtaktu, lista yfir kosti og galla breytinga.
 • Taktu á öðrum málum sem hugsanlega koma í veg fyrir breytinguna.
 • Óskaðu eftir aðstoð frá heilbrigðisstarfsfólki, vini eða einhverjum sem þú treystir.