Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Ferðaveiki

Kaflar
Útgáfudagur

Ferðaveiki á sér stað við endurtekna hreyfingu í farartæki. Eins og að keyra yfir mishæðir eða hreyfast upp og niður í bát. Einnig geta skemmtitæki kallað fram ferðaveiki.

Innra eyrað sendir heilanum önnur skilaboð en augun. Þessi misvísandi skilaboð valda því að fólk finnur fyrir ónotum og verður óglatt.

Hvað get ég gert?

  • Gera hlé á lengri ferðalögum 
  • Draga úr hreyfingu, til dæmis með því að sitja í framsæti bíls eða í miðju skipi
  • Horfa beint áfram á fjarlægan, fastan punkt
  • Anda inn fersku lofti ef það er hægt
  • Geyma lestur og skjánotkun
  • Leiða hugann að öðru með því að tala, hlusta á tónlist eða syngja
  • Sleppa því að horfa á hluti á hreyfingu eins og bíla eða öldur
  • Loka augunum, einblína á rólegan andardrátt
  • Sterkur matur, þungar máltíðir og áfengis drykkja stuttu fyrir eða á ferðalagi geta ýtt undir ferðaveiki
  • Borða engifer, annaðhvort í töfluformi, kex eða te

Forvarnir

Nota ógleðistillandi lyf fyrir brottför. Til dæmis töflur, plástra eða sleikjó.