Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Hvað stjórnar vextinum?

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Vöxtur barna stjórnast af mörgum þáttum. Þar má nefna erfðir, næringu, hormón, heilsufar og aðbúnað. Hvert barn hefur sinn eigin vaxtarhraða. Vöxtur og vaxtarhraði er best metinn með vaxtarlínuritum. Hæð og þyngd barnsins er þá sett inn á vaxtarlínurit og fylgst með vexti barnsins á ritinu. Hérlendis eru notuð sænsk vaxtarlínurit, eitt fyrir drengi og annað fyrir stúlkur.

Meðaltals línan á ritinu (feitletraða línan) sýnir aðeins hvar meðaltal hæðar og þyngdar liggur. Hún segir ekkert til um hvað er eðlilegt og hvað ekki. Barn sem er einni línu fyrir ofan meðaltalið í hæð ætti að vera einni línu fyrir ofan meðaltalið í þyngd. Börn eru á sinni línu á ritinu og hækka og þyngjast eftir henni, ef allt er eðlilegt. 

Vöxtur barna getur gefið vísbendingu um heilsuvanda sem mögulegt er að bregðast við.