Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Að lesa í tjáningu ungbarns

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur
Að lesa í tjáningu ungbarns

Ástrík umönnun veitir barni öryggi og hlýju og hefur áhrif á tengslamyndun barnsins. Góð tengsl milli foreldra og barns leggja grunninn að sjálfstæðum og öruggum einstaklingi.

Samband foreldris og barns leggur grunn að heilbrigðum þroska. Börn eru mjög næm á umhverfi sitt og getur vanlíðan foreldra valdið streitu hjá þeim. Meðfæddir eiginleikar og reynsla barnsins hefur áhrif á þroska þess. Engin tvö börn eru eins og því er mikilvægt kynnast barninu vel. Grátur er tjáningarform ungbarns. Barnið lærir af því hvernig þeir sem annast það bregðast við hegðun þess. Viðbrögð foreldranna hafa áhrif á hvernig börn aðlagast umhverfi sínu. 

Á þroskabraut barnsins verður ekkert aðskilið frá öðru. Félagslegur þroski, tilfinningalegur þroski, vitsmunaþroski, málþroski og hreyfiþroski tengjast og örvunin sem barnið fær með umönnun og athygli foreldranna eflir þroska þess á öllum sviðum. Stundum er sagt að foreldri sé uppáhalds leikfang ungbarna og það er mikið til í því. Þeir eru í það minnsta nauðsynlegir barninu til að vaxa og dafna og læra á samskipti og umhverfið.

Merkjamál barnsins

Ungbörn hafa sitt eigið merkjamál til að tjá þarfir sínar og líðan. Foreldrarnir þurfa að læra á þetta merkjamál til að geta skilið þarfir barnsins. Það getur reynst flókið í byrjun en í gegnum umönnun barnsins læra foreldrar og barn að þekkja hvert annað og skilja ólíkar þarfir. Þroski heilans örvast við ánægjuleg samskipti.

Að styrkja tengslin
  • Snerta barnið og strjúka því. Leyfa því að liggja hjá sér.
  • Tala við barnið mildum rómi, syngja og hlusta á það.
  • Mynda augnsamband og brosa til barnsins.
  • Setja orð á athafnir. „Komdu, mamma ætlar að gefa þér að drekka" „Er leiðinlegt að liggja í vöggunni elskan. Komdu til pabba skoðum eitthvað skemmtilegt.“
Líður vel eða vill samskipti

Barni sem líður vel og er vakandi vill gjarnan samskipti við sína nánustu. Merki um vellíðan barns eru meðal annars:
Brosir, hjalar, horfir í augu, snýr höfði til foreldra, teygir hendurnar til foreldra, lyftir höfði, lófi opinn.

Líður ekki vel eða vill frið

Það fer varla framhjá neinum þegar ungbarni líður illa. Það grætur, er pirrað og berst um. Í byrjun er erfitt að greina í grátinum hvort barnið er svangt, þreytt eða líður illa af öðrum ástæðum. Með tímanum verður gráturinn blæbrigðaríkari og foreldrar læra að þekkja hvað gráturinn merkir.

Barn sem vill hlé frá samskiptum gefur það til kynna með merkjum eins og að sveigja aftur höfuðið, líta undan, geispa og frussa. Deyfð getur komið yfir augu/andlit eða borið á snöggum hreyfingum og oft grípur barnið í eigin líkama eða fötin sín. 

Að styrkja tengslin
  • Snerta barnið og strjúka því. Leyfa því að liggja hjá sér.
  • Tala við barnið mildum rómi, syngja og hlusta á það.
  • Mynda augnsamband og brosa til barnsins.
  • Setja orð á athafnir. „Komdu, mamma ætlar að gefa þér að drekka" „Er leiðinlegt að liggja í vöggunni elskan. Komdu til pabba skoðum eitthvað skemmtilegt.“
Líður vel eða vill samskipti

Barni sem líður vel og er vakandi vill gjarnan samskipti við sína nánustu. Merki um vellíðan barns eru meðal annars:
Brosir, hjalar, horfir í augu, snýr höfði til foreldra, teygir hendurnar til foreldra, lyftir höfði, lófi opinn.

Líður ekki vel eða vill frið

Það fer varla framhjá neinum þegar ungbarni líður illa. Það grætur, er pirrað og berst um. Í byrjun er erfitt að greina í grátinum hvort barnið er svangt, þreytt eða líður illa af öðrum ástæðum. Með tímanum verður gráturinn blæbrigðaríkari og foreldrar læra að þekkja hvað gráturinn merkir.

Barn sem vill hlé frá samskiptum gefur það til kynna með merkjum eins og að sveigja aftur höfuðið, líta undan, geispa og frussa. Deyfð getur komið yfir augu/andlit eða borið á snöggum hreyfingum og oft grípur barnið í eigin líkama eða fötin sín.