Heilbrigð öldrun felst í því að viðhalda virkni og færni til að stunda athafnir daglegs lífs og þannig stuðla að aukinni vellíðan.
Þetta felur í sér áframhaldandi hæfni einstaklinga til að:
- Mæta grunnþörfum
- Læra, vaxa og taka ákvarðanir
- Viðhalda hreyfanleika
- Byggja upp og viðhalda samböndum
- Vera auðlind í samfélaginu
Með hækkandi aldri aukast líkur á sjúkdómum og lyfjataka verður algengari. Upplýsingar um fjöllyfjameðferð.
Við öldrun verða smám saman breytingar á líkamanum. Hér finnur þú upplýsingar um helstu breytingar og leiðir til að seinka þeim.