Svefnþörf manna er ólík eftir einstaklingum. Það hvort fólk vaknar úthvílt að morgni er besti mælikvarðinn á það hvort það hefur sofið nóg. Margir gefa sér ekki tíma til að sofa nóg en það kemur niður á heilsu fólks fyrr eða síðar. Taflan hér að neðan sýnir hvað mælt er með miklum svefni eftir aldri.
| Aldur | Klukkustundir |
| 65 og eldri | 7 - 8 |
| 18 - 65 | 7 - 9 |
| 14 - 17 ára | 8 - 10 |
| 6 - 13 ára | 9 - 11 |
| 3 - 5 ára | 10 - 13 |
| 1 - 2 ára | 11 - 14 |
| 4 - 11 mánaða | 12 - 15 |
| 0 - 3 mánaða | 14 - 17 |