Kynbundið ofbeldi

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Kynbundið ofbeldi er ofbeldi sem viðkomandi verður fyrir vegna kyns síns.

Kynferðisofbeldi

Kynferðisofbeldi er þegar fólk er neytt eða þvingað til að stunda kynferðislegar athafnir eða horfa á kynferðislegar athafnir sem það vill ekki. Eins eru kynferðisleg athæfi sem beinast að börnum ofbeldi.

Dæmi um kynferðisofbeldi

  • Nauðgun
  • Káfa á einhverjum í óþökk
  • Þvinga til kynferðislegra athafna
  • Birta kynferðislegar myndir í óþökk þess sem á myndinni er
  • Birta kynferðislegar myndir af börnum yngri en 15 ára

Fáðu hjálp

Þú þarft ekki að bíða eftir því að neyðarástand skapist til að leita þér hjálpar. Þú getur leitað til:

  • Vinar eða fjölskyldumeðlims sem þú treystir
  • Læknis, hjúkrunarfræðings eða ljósmóður
  • Hér er listi yfir opinbera aðila og félagasamtök sem geta aðstoðað þig
  • Í neyðartilvikum hringdu í 112. Einnig má taka netspjall við neyðarvörð á vefsíðunni 112.is
  • Fyrir sálræna aðstoð getur þú hringt í hjálparsíma Rauðakrossins 1717 eða talað við þau á netspjallinu á vefsíðunni 1717.is
  • Á netspjallinu hér á síðunni má fá stuðning og ráð hjá reyndum hjúkrunarfræðingi
Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.