Kynbundið ofbeldi

Kynbundið ofbeldi er ofbeldi sem viðkomandi verður fyrir vegna kyns síns.

Kynferðisofbeldi

Kynferðisofbeldi er þegar fólk er neytt eða þvingað til að stunda kynferðislegar athafnir eða horfa á kynferðislegar athafnir sem það vill ekki. Eins eru kynferðisleg athæfi sem beinast að börnum ofbeldi.

Dæmi um kynferðisofbeldi

 • Nauðgun
 • Káfa á einhverjum í óþökk
 • Þvinga til kynferðislegra athafna
 • Birta kynferðislegar myndir í óþökk þess sem á myndinni er
 • Birta kynferðislegar myndir af börnum yngri en 15 ára

Fáðu hjálp

Þú þarft ekki að bíða eftir því að neyðarástand skapist til að leita þér hjálpar. Þú getur leitað til:

 • Vinar eða fjölskyldumeðlims sem þú treystir
 • Læknis, hjúkrunarfræðings eða ljósmóður
 • Hér er listi yfir opinbera aðila og félagasamtök sem geta aðstoðað þig
 • Í neyðartilvikum hringdu í 112. Einnig má taka netspjall við neyðarvörð á vefsíðunni 112.is
 • Fyrir sálræna aðstoð getur þú hringt í hjálparsíma Rauðakrossins 1717 eða talað við þau á netspjallinu á vefsíðunni 1717.is
 • Á netspjallinu hér á síðunni má fá stuðning og ráð hjá reyndum hjúkrunarfræðingi

Þessi grein var skrifuð þann 14. nóvember 2016

Síðast uppfært 22. október 2020