Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Kynbundið ofbeldi

Kaflar
Útgáfudagur

Kynbundið ofbeldi er ofbeldi sem viðkomandi verður fyrir vegna kyns síns.

Kynferðisofbeldi

Kynferðisofbeldi er þegar fólk er neytt eða þvingað til að stunda kynferðislegar athafnir eða horfa á kynferðislegar athafnir sem það vill ekki. Eins eru kynferðisleg athæfi sem beinast að börnum ofbeldi.

Dæmi um kynferðisofbeldi

  • Nauðgun
  • Káfa á einhverjum í óþökk
  • Þvinga til kynferðislegra athafna
  • Birta kynferðislegar myndir í óþökk þess sem á myndinni er
  • Birta kynferðislegar myndir af börnum yngri en 15 ára

Hvar er hægt að fá aðstoð

Þú þarft ekki að bíða eftir því að neyðarástand skapist til að leita þér hjálpar. Þú getur leitað til:

  • Vinar eða fjölskyldumeðlims sem þú treystir
  • Læknis, hjúkrunarfræðings eða ljósmóður
  • Hér er listi yfir opinbera aðila og félagasamtök sem geta aðstoðað þig
  • Í neyðartilvikum hringja í 112. Einnig má taka netspjall við neyðarvörð á vefsíðunni 112.is
  • Fyrir sálræna aðstoð getur þú hringt í hjálparsíma Rauðakrossins 1717 eða talað við þau á netspjallinu á vefsíðunni 1717.is
  • Á netspjallinu hér á síðunni má fá stuðning og ráð hjá hjúkrunarfræðingi og einnig er hægt að hringja allan sólarhringinn í 1700 fyrir ráðgjöf hjúkrunarfræðings

Hvenær skal leita aðstoðar?

Fyrstu sólarhringarnir eftir að brot er framið, er mjög mikilvægur tími sérstaklega varðandi lífsýnasöfnun ef ákveðið er að kæra brotið síðar.

  • Gögnin/lífsýnin er þá hægt að nota til að styðja mál fyrir dómi. Með lífsýnum er átt við þau efni úr fólki sem getur veitt líffræðilegar upplýsingar um það.

Hægt er að leita til heilsugæslu á dagvinnutíma óháð tímalengd frá broti:

  • Fá ráðgjöf, stuðning, fræðslu og aðstoð við úrvinnslu
  • Vegna sýnatöku fyrir smitsjúkdómum, kynsjúkdómum, sýkingum, þungun eða öðru slíku

Hvernig fæ ég réttargæslumann?

  • Hægt er að fá úthlutað réttargæslumann á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítala
  • Velja réttargæslumann af lista hjá lögreglu eða þolendamiðstöð
  • Leita til lögmanns sem tekur verkið að sér

Að takast á við áfall

Úrræði fyrir þolendur kynferðisbrota utan heilsugæslu: