Kynbundið ofbeldi

Kynbundið ofbeldi er ofbeldi sem viðkomandi verður fyrir vegna kyns síns.

Kynferðisofbeldi

Kynferðisofbeldi er þegar einhver er neyddur eða þvingaður til að stunda kynferðislegar athafnir eða horfa á kynferðislegar athafnir sem hann eða hún vill ekki. Eins eru kynferðisleg athæfi sem beinast að börnum ofbeldi.

Dæmi um kynferðisofbeldi

  • Nauðgun
  • Káfa á einhverjum í óþökk
  • Þvinga til kynferðislegra athafna
  • Birta kynferðislegar myndir í óþökk þess sem á myndinni er
  • Birta kynferðislegar myndir af börnum yngri en 15 ára

Þessi grein var skrifuð þann 14. nóvember 2016

Síðast uppfært 11. júlí 2017