Fara á efnissvæði
Fara á efnissvæði

Örugg lyfjanotkun

Kaflar
Útgáfudagur

Þegar byrja á að taka inn nýtt lyf eru ákveðnar spurningar og vangaveltur sem gott er að ræða við lækni áður en lyfin eru tekin inn. 

Nýtt lyf

  • Hvert er nafn lyfsins og við hverju er það gefið?
  • Hverjar eru mögulegar áhættur og aukaverkanir af lyfinu?

Lyfjainntaka

  • Hvenær á að taka inn lyfið, hversu oft og hversu stóran skammt?
  • Má breyta lyfjaskammti ef þarf?
  • Hvað skal gera ef fram koma aukaverkanir?

Að bæta við lyfi

  • Þarf að taka inn fleiri lyf?
  • Geta nýju lyfin haft áhrif á þau lyf sem verið er að taka inn nú þegar?

Endurskoðun lyfja

  • Hversu lengi skal taka inn lyfið?
  • Getur verið að það megi hætta að taka inn önnur lyf?

Hætta lyfjainntöku

  • Hvenær má hætta að taka inn lyfið?
  • Ef aukaverkanir valda ama og ekki er vilji fyrir að halda áfram lyfjainntöku, hvar skal láta vita?

Lyf eru notuð í fjölbreyttum tilgangi. Til að hámarksárangur náist þarf að nota lyfin rétt. 

Að þekkja lyfin sín

Öllum lyfjum fylgir fylgiseðill sem gott er að kynna sér.

Í fylgiseðli má finna upplýsingar um:  

  • Lyfið og við hverju það er notað
  • Hvernig á að taka lyfið
  • Hvenær má ekki taka lyfið
  • Hugsanlegar aukaverkanir lyfsins og hvernig á að bregðast við þeim
  • Hvernig á að geyma og farga lyfinu
  • Form lyfsins, t.d. töflur, mixtúra og í hvaða skömmtum það er framleitt
Að taka lyf á réttan hátt

Á lyfjaumbúðum eru leiðbeiningar frá lækni um hvernig og hversu oft á að taka lyfið. Til að meðferðin skili árangri er þarf að fylgja fyrirmælum og vera í sátt við sína lyfjagjöf.

Lyfið er aðeins ætlað þeim sem það er ávísað á. 

Hækkandi aldur og lyf

Með hækkandi aldri (65+) verða breytingar sem geta haft áhrif á lyfjanotkun. Til dæmis hægara niðurbrot lyfja og hægari útskilnaður. Þessar breytingar geta valdið því að lyf eru lengur að skiljast út úr líkamanum með þeim afleiðingum að líkur á aukaverkunum aukast. 

Það getur þurft að endurskoða skammtastærðir með hækkandi aldri eða ef breyting verður á annarri lyfjatöku og/eða heilsufari.

Eldra fólk þarf oft minni skammta en yngra fólk af sama lyfi.

Hægt er að fá lyfjaskömmtun úr apóteki sem einfaldar lyfjatökur.

Í sérlyfjaskrá má finna fylgiseðla lyfja. 

Hjá lyfjastofnun má tilkynna aukaverkanir