Fara á efnissvæði
Fara á efnissvæði

Örugg geymsla og förgun lyfja

Kaflar
Útgáfudagur

Lyfjanotkun er mikil. Þau eru gagnleg notenda og oft lífsnauðsynleg en í höndum annarra einstaklinga, sérstaklega barna geta lyf verið stórhættuleg.

Mælt er með að lyf séu geymd þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lyf skal geyma í upprunarlegum umbúðum sem geyma upplýsingar um lyfjanotkun. Það minnkar líkur á að röng lyf séu tekin inn i misgripum. 

Flest símtöl til Eitrunarmiðstöðvar eru vegna barna á á aldrinum 7 mánaða til 2ja ára sem hafa tekið inn lyf sem ekki voru ætluð þeim. Með því að geyma lyfin á öruggum stað má komast hjá lyfjaeitrunum barna á þessum aldri. Það á alltaf að geyma lyf á öruggum stað.

Öll lyf sem ekki eru notuð og öllum afgangi af lyfjum skal skila í apótek. Þetta gildir um öll lyfjaform, pillur, krem, dropa, lyfjaplástra og einnig hormónahringinn. Eftir notkun hans eru ennþá hormón til staðar í hringnum og honum þarf að skila í apótek. 

Inn á vef Lyfjastofnunar eru góðar ráðleggingar um lyfjaskil.

Umfjöllun um lyf og ferðalög.