Bólusetningum geta fylgt aukaverkanir. Oftast eru þær vægar og ganga fljótt yfir. Helstu aukaverkanir eru hiti, roði og eymsli á stungustað, en einnig tímabundun vanlíðan og niðurgangur.
Fái barnið hita er ráðlagt að gefa paracetamóli til að lækka hitann. Það er svo endurtekið 4-6 klukkustundum síðar gerist þess þörf.
Stundum kemur roði, hiti eða bólga á stungustað. Þetta er eðlilegt og öll ummerki hverfa af sjálfu sér. Börnin finna oftast lítið sem ekkert fyrir þessu en ef vill má setja kaldan bakstur við svæðið og gefa má verkjalyf ef vanlíðan er til staðar eftir bólusetningu.
Fylgiseðla lyfja þar sem meðal annars er hægt að lesa um mögulegar aukaverkanir má finna í Sérlyfjaskrá.
Hvenær skal leita aðstoðar?
Leita til heilsugæslu ef:
- Áhyggjur eru af barni eftir bólusetningu
- Barn grætur óeðlilega
Leita til bráðamóttöku ef:
- Barn fær krampa