Ófrjósemisaðgerðir

Ófrjósemisaðgerð er nokkuð sem margir velta fyrir sér þegar þeir hafa tekið þá ákvörðun að eignast ekki börn í framtíðinni.

Aðgerðin felst í því að sáðrás karla og eggrás kvenna eru rofin þannig að sáðfrumur fari ekki í sæðið og eggin ekki niður í legið. Sem getnaðarvörn eru ófrjósemisaðgerð nánast 100% örugg. Aðgerðin er varanlega og sækja þarf um ófrjósemisaðgerð á þar til gerðu eyðublaði. Þeir sem orðnir eru 25 ára geta óskað eftir aðgerðinni hafi þeir að vel íhuguðu máli komist að þeirri niðurstöðu að þeir vilji ekki eignast barn í framtíðinni og ef engar læknisfræðilegar ástæður mæla gegn aðgerð.

Frá árinu 2000 hefur mikil breyting orðið á tíðni ófrjósemisaðgerða hér á landi. En konum hefur sífellt fækkað sem fara í slíka aðgerð á meðan körlum fjölgar. Í parasambandi er mikilvægt að báðir aðilar koma að ákvörðun um ófrjósemisaðgerð. 

Þessi grein var skrifuð þann 25. ágúst 2016

Síðast uppfært 04. júní 2018