Ófrjósemisaðgerðir

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Ófrjósemisaðgerð er nokkuð sem margir velta fyrir sér þegar þeir hafa tekið þá ákvörðun að eignast ekki börn í framtíðinni.

Aðgerðina mega einungis læknar sem hafa sérfræðiviðurkenningu í almennum skurðlækninum, kvensjúkdómalækningum og þvagfæraskurðlækningum framkvæma. 

Heimilt er að framkvæma ófrjósemisaðgerð að ósk einstaklings sem náð hefur 18 ára aldri.

Aðgerðin felst í því að sáðrás karla og eggjaleiðurum kvenna er lokað þannig að sáðfrumur fari ekki í sæðið og eggin ekki niður í legið. Sem getnaðarvörn eru ófrjósemisaðgerð nánast 100% örugg. Aðgerðin er varanleg. 

Frá árinu 2000 hefur mikil breyting orðið á tíðni ófrjósemisaðgerða hér á landi. En konum hefur sífellt fækkað sem fara í slíka aðgerð á meðan körlum fjölgar. Í parasambandi er mikilvægt að báðir aðilar koma að ákvörðun um ófrjósemisaðgerð. 

Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.