Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Neyðargetnaðarvörn

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Eftir samfarir þar sem ekki var notuð getnaðarvörn er alltaf hætta á þungun. Minnka má líkurnar á þungun með því að taka neyðargetnaðarvörn sem inniheldur hormón. Neyðargetnaðarvörn fæst í apótekum án lyfseðils.

Nokkrar staðreyndir

Neyðargetnaðarvörn:

  • Er notuð ef kynmök voru án getnaðarvarna eða getnaðarvörn brást.
  • Þarf að taka sem fyrst eftir óvarin kynmök eða innan 72 klst (3 dagar). Því fyrr því betra.
  • Er hægt að fá í næsta apóteki án lyfseðils.
  • Veitir enga vörn gegn kynsjúkdómum.
  • Á aðeins að nota í neyðartilfellum og kemur ekki í staðin fyrir notkun öruggra getnaðarvarna

Aukaverkanir

Algengt er að konur finni fyrir aukaverkunum við töku töflunnar. Þær algengustu eru:

  • Ógleði
  • Óreglulegar blæðingar fram a næstu blæðingum
  • Verkir í neðra kviðarholi
  • Þreyta
  • Höfuðverk
  • Svimi
  • Eymsl í brjóstum

Ef kastað er upp innan 3ja klukkustunda eftir að taflan er tekin þarf að taka aðra töflu eins fljótt og hægt er.

Á fylgiseðli lyfsins getur þú lesið nánar um neyðargetnaðarvörnina.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins býður upp á netnámskeið um notkun getnaðarvarna. Skráning fer fram á heimasíðu Heilsugæslunnar.