Regluleg hreyfing er mikilvæg til að viðhalda líkamlegri og andlegri getu og vellíðan. Raunhæf markmið, hæfilegur stígandi í álagi og góð beiting líkamans eru dæmi um atriði sem einkenna hreyfingu sem heilsurækt. Óraunhæfar væntingar, of mikið álag og röng beiting líkamans stuðla hins vegar að meiðslum og vanlíðan.
- Samanber opinberar ráðleggingar um hreyfingu ættu fullorðnir að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega. Tímanum má skipta í nokkur styttri tímabil yfir daginn, t.d. 10-15 mínútur í senn.
- Með því að hreyfa sig lengur eða með meiri ákefð er mögulegt að bæta heilsuna enn frekar. Til viðbótar er því æskilegt að fullorðnir stundi erfiða hreyfingu að minnsta kosti tvisvar í viku 20-30 mínútur í senn. Það bætir enn frekar þol, vöðvastyrk, liðleika, jafnvægi og beinheilsu og eykur líkurnar á hreysti á efri árum.
Æskilegast er að stunda reglulega hreyfingu alla ævi en það er aldrei of seint að byrja. Mikilvægast er takmarka þann tíma sem varið er í kyrrsetu og velja fjölbreytta hreyfingu í samræmi við getu og áhuga. Hreyfing í góðum félagsskap er hvetjandi fyrir marga.
Hafir þú ekki hreyft þig reglulega gæti hreyfiseðillinn verð eitthvað fyrir þig.
Hvar eru sóknarfærin þín þegar kemur að aukinni hreyfingu?
Hegðun hefur mest áhrif á lífsgæði og líðan að erfðum undanskildum. Sjáðu hvernig staðan er hjá þér.