Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Ráðleggingar - fullorðnir

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Regluleg hreyfing er mikilvæg til að viðhalda líkamlegri og andlegri getu og vellíðan. Raunhæf markmið, hæfilegur stígandi í álagi og góð beiting líkamans eru dæmi um atriði sem einkenna hreyfingu sem heilsurækt. Óraunhæfar væntingar, of mikið álag og röng beiting líkamans stuðla hins vegar að meiðslum og vanlíðan. 

  • Samanber opinberar ráðleggingar um hreyfingu ættu fullorðnir að hreyfa sig reglulega.
  • Í hverri viku ætti að hreyfa sig rösklega í minnst 150-300 mínútur. Einnig er hægt að hreyfa sig kröftuglega  og þá í minnst 75-150 mínútur í viku, eða stunda blöndu af sambærilegu magni af rösklegri og kröftugri hreyfingu.
  • Sem hluta af heildarhreyfingunni ætti minnst 2 daga vikunnar að stunda hreyfingu sem styrkir vöðva.
  • Með því að hreyfa sig lengur eða með meiri ákefð er mögulegt að bæta heilsuna enn frekar. Þannig má hreyfa sig rösklega í meira en 300 mín (5 klst.) á viku eða hreyfa sig kröftuglega í meira en 150 mín (2,5 klst.) á viku. Það bætir enn frekar þol, vöðvastyrk, liðleika, jafnvægi og beinheilsu og eykur líkurnar á hreysti á efri árum. Einstaklingsbundið er hvar efri mörkin liggja fyrir aukna hættu á meiðslum og ofþjálfun.

Æskilegast er að stunda reglulega hreyfingu alla ævi en það er aldrei of seint að byrja. Mikilvægast er takmarka þann tíma sem varið er í kyrrsetu og velja fjölbreytta hreyfingu í samræmi við getu og áhuga. Hreyfing í góðum félagsskap er hvetjandi fyrir marga. 

Hafir þú ekki hreyft þig reglulega gæti hreyfiseðillinn verð eitthvað fyrir þig. 

Hvar eru sóknarfærin þín þegar kemur að aukinni hreyfingu?

Kyrrseta: Fullorðnir ættu að takmarka þann tíma sem varið er í kyrrsetu. Það hefur jákvæð áhrif á heilsuna að skipta út tíma í kyrrsetu fyrir hreyfingu af hvaða ákefð sem er.

Hegðun hefur mest áhrif á lífsgæði og líðan að erfðum undanskildum. Sjáðu hvernig staðan er hjá þér.

Smelltu hér til að meta heilsuhegðun þína