Ráðleggingar - börn

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Dagleg hreyfing er börnum og unglingum nauðsynleg fyrir eðlilegan vöxt, þroska og andlega vellíðan. Hreyfing við hæfi á að fela í sér skemmtilegan leik. Það skapar tækifæri til að þjálfa hreyfifærni, bæta líkamshreysti, eignast vini, auka félagslega færni, efla sjálfstraust og styrkja fjölskylduböndin. Jákvæð reynsla af hreyfingu á unga aldri eykur líkurnar á að fólk hreyfi sig á fullorðinsárum. 

Ráðleggingar

  • Hreyfingin ætti að vera eins fjölbreytt og mögulegt er. Það eflir flesta þætti líkamshreysti, þar á meðal afkastagetu lungna, hjarta og æðakerfis sem og vöðvastyrk, liðleika, viðbragð og samhæfingu.

  • Kröftug hreyfing, sem reynir á beinin, er sérstaklega mikilvæg fyrir og á kynþroskaskeiði fyrir beinmyndun og beinþéttni.

  • Huga þarf að skjánotkun barna. Kynntu þér umfjöllun um skjáinn og börnin.
Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.