Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Ráðleggingar - börn og ungmenni

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Dagleg hreyfing er börnum og unglingum nauðsynleg fyrir eðlilegan vöxt, þroska og andlega vellíðan. Börn hreyfa sig á annan hátt en fullorðnir. Frjáls leikur er þeim eðlilegur og mikilvægur ásamt skipulagðri hreyfingu t.d. í skólaíþróttum og íþróttastarfi. Það skapar tækifæri til að þjálfa hreyfifærni, bæta líkamshreysti, eignast vini, auka félagslega færni, efla sjálfstraust og styrkja fjölskylduböndin. 

Skipulögð íþróttastarfsemi er fyrir öll börn

Að ganga eða hjóla á milli staða er góð leið til að auka hreyfingu í daglegu lífi og efla umhverfisvitund. Jákvæð reynsla af hreyfingu á unga aldri eykur líkurnar á að fólk hreyfi sig á fullorðinsárum. 

Ráðleggingar

Samanber opinberar ráðleggingar um hreyfingu eiga öll börn og ungmenni að hreyfa sig daglega.

  • Í minnst 60 mínútur á dag, að meðaltali yfir vikuna, ætti hreyfingin að vera röskleg til kröftug.
  • Hreyfingin ætti að vera eins fjölbreytt og mögulegt er. Það eflir flesta þætti líkamshreysti, þar á meðal afkastagetu lungna, hjarta og æðakerfis sem og vöðvastyrk, liðleika, viðbragð og samhæfingu.
  • Minnst 3 daga vikunnar ætti að stunda kröftuga hreyfingu sem eykur þol og einnig hreyfingu sem styrkir vöðva og bein. Kröftug hreyfing, sem reynir á beinin, er sérstaklega mikilvæg fyrir og á kynþroskaskeiði fyrir beinmyndun og beinþéttni. 
  • Takmarka ætti þann tíma sem börn og ungmenni verja í kyrrsetu, sérstaklega í afþreyingu við skjá t.d. sjónvarp, tölvu eða snjallsíma. Frekari umfjöllun um skjáinn og börnin.
  • Það hefur jákvæð áhrif á heilsuna að skipta út tíma í kyrrsetu fyrir hreyfingu af hvaða ákefð sem er.