Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Stólaleikfimi

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Hreyfing er öllum mikilvæg sama á hvaða aldri fólk er. Flestum er í mun að viðhalda styrk og jafnvægi á efri árum og til þess er gott að gera reglulega æfingar sem auka styrk og liðleika.

Hér er að finna liðkandi og styrkjandi æfingar sem auðvelt er að gera þó hreyfifæri sé ef til vill skert.

Æfingarnar eru gerðar sitjandi á stól og henta flestum vel. Gott er að hafa viskustykki við höndina því það er notað í sumum æfingunum. Æfingin er útskýrð og tilgreint hversu oft er ráðlagt að gera viðkomandi æfingu.

Æfingar fyrir bak og fætur
Æfingar fyrir höfuð og háls
Æfingar fyrir herðar og handleggi
Æfingar fyrir fætur