Gripstyrkur

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Með aldrinum rýrna vöðvar líkamans. Hægt er að hægja á þeirri þróun með því að styrkja markvisst vöðvana. Hendurnar eru ekki undantekning á þessu. Hér er að finna æfingar sem allir geta gert heima til að viðhalda og auka styrk í höndum.

Gott er að byrja rólega og hvíla á milli æfinga. Æfingarnar má gera allar í einu eða dreifa þeim yfir daginn eftir því hvað hentar. Með því að koma sér upp þeirri venju að gera reglulega æfingar sem efla gripstyrkinn getur fólk lengur notið þess að hafa gott grip og styrk í höndum til að sinna daglegum störfum og áhugamálum. Í myndböndunum hér má sjá nokkrar góðar æfingar til að viðhalda og efla gripstyrk. Þessar æfingar má gera hvar sem er og jafnvel nýta tímann á meðan horft er á sjónvarp til að efla gripstyrkinn.

Gripstyrkur 1
Gripstyrkur 2
Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.