Sjálfsskoðun brjósta

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna. Líkur á lækningu eru meiri ef meinið finnst snemma. Því er ráðlegt að konur skoði brjóst sín reglulega. Kona sem skoðar brjóst sín reglulega finnur strax ef eitthvað er öðruvísi en það er vant að vera. Ráðlagt er að skoða brjóstin mánaðarlega til dæmis 7 til 10 dögum eftir að blæðingar hófust.

Karlar geta fengið brjóstakrabbamein en um 1 karl greinist á móti hverjum 100 konum.

Finnist hnútur í brjóstinu er rétt að fara strax til heimilislæknis. Hnútur í brjósti er ekki endilega merki um krabbamein. Þeir geta verið meinlausir með öllu. 

Inn á vefnum brjóstakrabbamein.is er að finna góðar leiðbeiningar um sjálfskoðun brjósta.

Brjóstakrabbamein.is

Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.