Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Áfengi og uppeldi

Kaflar
Útgáfudagur

Áfengi og áfengisdrykkja er oftar en ekki tengt ákveðnum viðburðum og hefur lengi verið hluti af menningu Íslendinga. Mikilvægt er fyrir foreldra að tala við börn sín um áfengi og skynsamlega notkun þess. Foreldrar eru mikilvægustu fyrirmyndir barna sinna. Foreldrar geta lent í vandræðum með að setja skýrar reglur innan fjölskyldunnar sérstaklega ef þeir umgangast ekki áfengi sjálfir með ábyrgum hætti. 

Hvað er til ráða?

 Unglingar sem fá uppeldi með blöndu af hvatningu, hlýju og viðeigandi aga eru líklegri til að virða mörk foreldra sinna.

  • Gefðu skýr skilaboð. Unglingar sem þekkja skoðanir foreldra sinna um áfengisneyslu unglinga eru líklegri til að hegða sér í takt við væntingar þeirra. 
  • Settu skýrar reglur. Unglingum líður betur þegar þeir vita til hvers er ætlast af þeim.
  • Vertu í sambandi við aðra foreldra til að fylgjast með hvar börnin eru og hvað þau eru að gera.
  • Taktu þátt í lífi unglingsins, námi og áhugamálum, það er lykillinn að því að halda þeim öruggum.
  • Vertu samfélagslega ábyrgur. Taktu þátt í umræðu og aðgerðum um áfengisdrykkju unglinga. Þekktu þau lög og reglur sem í gildi eru varðandi áfengi og áfengisveitingar.
  • Kauptu aldrei eða útvegaðu áfengi handa barni, hvorki þínu eigin eða annarra.
  • Það er ástæða fyrir því að bannað er að selja fólki undir 20 ára aldri áfengi. Áfengi er skaðlegt börnum og hefur áhrif á þroska taugakerfisins. Því er mikilvægt að foreldrar taki þessa umræðu við unglinginn sinn, gefi skýr skilaboð og láti unglinginn vita hverjar væntingar foreldranna eru.

Hegðun hefur mest áhrif á lífsgæði og líðan að erfðum undanskildum. Sjáðu hvernig staðan er hjá þér.

Smelltu hér til að meta heilsuhegðun þína