Sveppasýking í munni (e. oral thrush) er af völdum Candida svepps og er yfirleitt skaðlaus. Hún er algeng hjá ungum börnum og hjá eldra fólki með gervitennur.
Einkenni
Helsu einkenni:
- Munnur er rauður að innan
- Hvít skán eða skellur á tungu og/eða innan í kinnum
Önnur einkenni:
- Sprungur í munnviki
- Bragðleysi eða breyting á bragði
- Verkur í munni
- Ung börn geta átt erfitt með að drekka og borða
Orsakir
Sýkingin orsakast af svepp sem kallast Candida. Líkur á sýkingu aukast við:
- Inntöku á sýklalyfjum í lengri tíma
- Notkun á innöndunarúðum
- Krabbameinsmeðferðir
Ef börn eru á brjósti getur sýkingin smitast yfir á geirvörtu móður
Meðferð
Munnskol við sveppasýkingu fæst með lyfseðli
Hvað get ég gert?
- Tannhreinsun tvisvar á dag
- Skola munn eftir að hafa borðað eða tekið inn lyf
- Sótthreinsa gervitennur reglulega
- Þvo pela eftir hverja gjöf
- Fara reglulega til tannlæknis í skoðun ef þú hefur langvinnan sjúkdóm