Fráhvarfseinkenni

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Þegar tóbaksnotkun er hætt getur líkaminn mótmælt því harðlega að fá ekki nikótínið sitt. Margir sem hætta hvort sem er reykingum eða annarri tóbaksnotkun fá slæm fráhvarfseinkenni. Þessi einkenni eru verst fyrstu 2-3 dagana eftir að tóbaksnotkun er hætt. Eftir 2 til 4 vikur eru óþægindin nánast alltaf alveg horfin. 

Algeng fráhvarfseinkenni eru 

  • Pirringur og ofstopi
  • Depurð
  • Kvíði
  • Eirðarleysi og órói
  • Einbeitingarleysi
  • Svitaköst 
  • Svefnleysi og svefntruflanir

Einnig er þekkt að fólk fái handskjálfta þegar tóbaksnotkun er hætt en það er ekki eins algengt og það sem að ofan greinir.

Hægt er að fá meðferð og stuðning við að hætta tóbaksnotkun á netspjalli hér á síðunni og í síma 5131700.

Hegðun hefur mest áhrif á lífsgæði og líðan að erfðum undanskildum. Sjáðu hvernig staðan er hjá þér.

Smelltu hér til að meta heilsuhegðun þína

Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.