Fráhvarfseinkenni

Þegar tóbaksnotkun er hætt getur líkaminn mótmælt því harðlega að fá ekki nikótínið sitt. Margir sem hætta hvort sem er reykingum eða annarri tóbaksnotkun fá slæm fráhvarfseinkenni. Þessi einkenni eru verst fyrstu 2-3 dagana eftir að tóbaksnotkun er hætt. Eftir 2 til 4 vikur eru óþægindin nánast alltaf alveg horfin. 

Algeng fráhvarfseinkenni eru 

  • Pirringur og ofstopi
  • Depurð
  • Kvíði
  • Eirðarleysi og órói
  • Einbeitingarleysi
  • Svitaköst 
  • Svefnleysi og svefntruflanir

Einnig er þekkt að fólk fái handskjálfta þegar tóbaksnotkun er hætt en það er ekki eins algengt og það sem að ofan greinir.

Þessi grein var skrifuð þann 16. febrúar 2017

Síðast uppfært 22. ágúst 2019