Foreldrafærni

Flestir foreldar líta á það sem eina dýrmætustu lífsreynslu sína
að eignast barn. Það er flestum mikil hamingja að fá í fangið
litla, ósjálfbjarga mannveru til að vernda, hlúa að, sjá vaxa og
dafna og verða smám saman að heilbrigðri og sjálfstæðri
manneskju sem heldur lífskeðjunni við.

Margir telja að fjölskyldan og foreldrahlutverkið hafi aldrei
verið mikilvægara en í þjóðfélagi nútímans. Um leið og
foreldrar nýfædds barns takast á hendur þessa auknu ábyrgð
hljóta þeir að velta fyrir sér ýmsum áhrifum foreldrahlutverksins
á sína eigin tilveru.

Í öruggum höndum

Myndbandið má einnig nálgast á arabísku, ensku, norsku og sómalísku.

Þessi grein var skrifuð þann 05. janúar 2021

Síðast uppfært 26. janúar 2021